Biskup Íslands fylgjandi mosku: „Finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. maí 2014 16:46 Agnes M Sigurðardóttir biskup er fylgjandi mosku í Reykjavík. „Eitt útilokar ekki annað. Mér finnst sjálfri, sem manneskju og biskupi Íslands að kristin trú eigi að halda áfram að vera þau trúarbrögð sem eru ríkjandi og sem við byggjum á, en það útilokar ekki það að hér geti risið moska,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands um moskumálið svokalllaða. Agnes segir að hér á Íslandi ríki trúfrelsi og allir eigi að fá tækifæri til að lofa sinn guð. „Það er sjálfsagt mál að fólk hafi stað til að koma á og lofa sinn guð. Ég hef enga skoðun hvar moska á að vera í Reykjavík. Mér finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað,“ segir biskupinn ennfremur.„Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi“ Agnes segist hafa fylgst með umræðunni í netheimum. Margir hafa tjáð sig um málið, til dæmis í símatíma á Útvarpi Sögu í gær, þar sem Sveinbjörg Birna Sigurbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar flokksins í Reykjavík var í viðtali. Sumir sem hringdu inn lýstu yfir áhyggjum sínum yfir því að fjölgun múslima hefði vandamál í för með sér. „Ég veit ekki hvað skal segja um þetta. Ég hef ekki reynt það á sjálf á eigin skinni eða upplifað það í gegnum kirkjuna, að það séu einhver vandamál tengd múslimum. Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi. Mér finnst miklu mikilvægara að við Íslendingar höfum sammælst um það að hér skuli ríkja kristinn siður. Samfélagið er byggt á kristnum gildum. Mér finnst það mikilvægara að við vitum hvar við stöndum sem þjóð, heldur en að vera útiloka aðra. Flest þetta fólk er alið upp í löndum þar sem múhameðstrú er ríkjandi. Þess vegna eru þau væntanlega múslimar. Alveg eins og ég sem er alinn upp í kristinni trú og þess vegna tilheyri ég henni. Það sem maður elst upp við mótar mann oft fyrir lífstíð. Ég kýs að nálgast málið frá þeirri hliðinni, frekar en að vera með og á móti mosku.“Samstarf múslima og Þjóðkirkjunnar gengur vel Þjóðkirkjan er hluti af Samráðsvettvangi trúfélaga, ásamt Félagi múslima á Íslandi og Meinngarseturs múslima á Íslandi.. Önnur trúfélög sem eru hluti af samráðsvettvanginum eru Ásatrúarfélagið, Bahá‘ísamfélagið, Búddaistasamtökin SGI á Íslandi, FFWPU – Heimsfriðarsamband fjölskyldna og sameiningar, Fríkirkjan Vegurinn, Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi, Rómversk-kaþólska kirkjan og Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík. Agnes segir samstarf trúfélaga ganga vel. „Ef þau kjósa að byggja sitt bænahús, finnst mér að þau ættu að fá leyfi til þess. Það sem á að gilda eru bara lög landsins, eins og á við um alla aðra þegna landsins. Það gildir um alla þegna þessa lands, að við förum eftir lögum og reglum landsins – en ekki eigin lögum og reglum. Að við förum eftir þeim lögum sem fulltrúar okkar hafa sammælst um að hér eigi að gilda.“ Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Agnes segist enga skoðun hafa á þeim ummælum. „Ég hef enga skoðun á því. Ég hef aldrei velt þessu máli fyrir mér. Ekkert hugsað um þetta mál og get eiginlega ekki svarað því þess vegna.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
„Eitt útilokar ekki annað. Mér finnst sjálfri, sem manneskju og biskupi Íslands að kristin trú eigi að halda áfram að vera þau trúarbrögð sem eru ríkjandi og sem við byggjum á, en það útilokar ekki það að hér geti risið moska,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands um moskumálið svokalllaða. Agnes segir að hér á Íslandi ríki trúfrelsi og allir eigi að fá tækifæri til að lofa sinn guð. „Það er sjálfsagt mál að fólk hafi stað til að koma á og lofa sinn guð. Ég hef enga skoðun hvar moska á að vera í Reykjavík. Mér finnst sjálfsagt að múslimar fái að hafa sinn helgistað,“ segir biskupinn ennfremur.„Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi“ Agnes segist hafa fylgst með umræðunni í netheimum. Margir hafa tjáð sig um málið, til dæmis í símatíma á Útvarpi Sögu í gær, þar sem Sveinbjörg Birna Sigurbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar flokksins í Reykjavík var í viðtali. Sumir sem hringdu inn lýstu yfir áhyggjum sínum yfir því að fjölgun múslima hefði vandamál í för með sér. „Ég veit ekki hvað skal segja um þetta. Ég hef ekki reynt það á sjálf á eigin skinni eða upplifað það í gegnum kirkjuna, að það séu einhver vandamál tengd múslimum. Auðvitað hefur maður heyrt þessar fréttir utan úr heimi. Mér finnst miklu mikilvægara að við Íslendingar höfum sammælst um það að hér skuli ríkja kristinn siður. Samfélagið er byggt á kristnum gildum. Mér finnst það mikilvægara að við vitum hvar við stöndum sem þjóð, heldur en að vera útiloka aðra. Flest þetta fólk er alið upp í löndum þar sem múhameðstrú er ríkjandi. Þess vegna eru þau væntanlega múslimar. Alveg eins og ég sem er alinn upp í kristinni trú og þess vegna tilheyri ég henni. Það sem maður elst upp við mótar mann oft fyrir lífstíð. Ég kýs að nálgast málið frá þeirri hliðinni, frekar en að vera með og á móti mosku.“Samstarf múslima og Þjóðkirkjunnar gengur vel Þjóðkirkjan er hluti af Samráðsvettvangi trúfélaga, ásamt Félagi múslima á Íslandi og Meinngarseturs múslima á Íslandi.. Önnur trúfélög sem eru hluti af samráðsvettvanginum eru Ásatrúarfélagið, Bahá‘ísamfélagið, Búddaistasamtökin SGI á Íslandi, FFWPU – Heimsfriðarsamband fjölskyldna og sameiningar, Fríkirkjan Vegurinn, Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi, Rómversk-kaþólska kirkjan og Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík. Agnes segir samstarf trúfélaga ganga vel. „Ef þau kjósa að byggja sitt bænahús, finnst mér að þau ættu að fá leyfi til þess. Það sem á að gilda eru bara lög landsins, eins og á við um alla aðra þegna landsins. Það gildir um alla þegna þessa lands, að við förum eftir lögum og reglum landsins – en ekki eigin lögum og reglum. Að við förum eftir þeim lögum sem fulltrúar okkar hafa sammælst um að hér eigi að gilda.“ Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Agnes segist enga skoðun hafa á þeim ummælum. „Ég hef enga skoðun á því. Ég hef aldrei velt þessu máli fyrir mér. Ekkert hugsað um þetta mál og get eiginlega ekki svarað því þess vegna.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira