Lífið

Húrrandi hamingja í Hafnarhúsinu

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar á opnun sýningarinnar ,,Þín samsetta sjón,, í Hafnarhúsinu á laugardaginn var þar sem gefur að líta úrvalsverk úr safneign Listasafns Reykjavíkur frá árunum 1970-2010 eftir um fimmtíu listamenn.

Auður Halldórsdóttir og Guðrún Jóna Jónsdóttir.mynd/Kristinn svanur
Verkin á sýningunni eru fjölbreytt, miðlarnir margir og viðfangsefnin ólík. Hér má sjá staðbundnar innsetningar, minimalíska skúlptúra, hugmyndalist í ýmsum miðlum, gjörningatengda vídeólist og verk byggð á rannsóknum. 

Margrét Hauksdóttir, Hannes Guðmundsson og Hildur Rut.mynd/Kristinn svanur
Viðfangsefnin eru allt frá sjálfhverfri íhugun um eðli listarinnar til þjóðfélagsádeilu og afbyggingu viðtekinna hugmynda um „Norðrið“ og íslenskan menningararf. 

Steinunn Svavarsdóttir og Ásgeir Skúlason.mynd/Kristinn svanur
Margir af þekktustu starfandi listamönnum landsins eiga verk á sýningunni, meðal annars Ólafur Elíasson en titill sýningarinnar er sóttur í verk eftir hann, Ragnar Kjartansson, Gjörningaklúbburinn, Gabríela Friðriksdóttir og Hreinn Friðfinnsson.

Ásdís Þórhallsdóttir, Bríet Brekadóttir, Sjöfn Pálsdóttir, Steinunn Þórhallsdóttir og Breki Karlsson.mynd/Kristinn svanur
Benóný Ægisson, Ása Hauksdóttir og Gerla.mynd/Kristinn svanur
Heiðrún Hákonardóttir, Harpa Ósk Björnsdóttir og Heiðdís Einarsdóttir.mynd/Kristinn svanur
Sjá meira um sýninguna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.