Lífið

,,Ég veit að maður á ekki að vera að lesa þetta en oft gleymir maður sér og les"

Ellý Ármanns skrifar
Halldór, Maja, Hákon, Hreiðar Ingi Halldórsbörn og Guðfinna Hreiðarsdóttir.
Halldór, Maja, Hákon, Hreiðar Ingi Halldórsbörn og Guðfinna Hreiðarsdóttir.
Nú þegar kosningabaráttan stendur sem hæst höfðum við samband við tvö börn Halldórs Halldórssonar borgarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og spurðum þau um föður þeirra og hvernig þeim líður í baráttunni.

María Sigríður Halldórsdóttir, kölluð Maja, 22 ára og Hákon Ari Halldórsson, 18 ára Íslandsmeistari í körfubolta, svöruðu í einlægni spurð um föður þeirra þegar kemur að kostum og ekki síður göllum. 
Maja og pabbi.
„Við erum bæði mikið fyrir að elda og eldum oft saman. En ég er svo sjóhrædd að ég get ekki farið með honum á kajak - ég vildi að ég gæti það. Þegar ég var yngri var oft spennandi en oft mjög leiðinlegt að pabbi manns væri bæjarstjóri því vinnan var mikil og hann mikið upptekinn," segir Maja þegar við spyrjum hana um samband hennar og pabba hennar.



Hvernig var að vera dóttir bæjarstjórans?

„Að vera dóttir bæjarstjórans var yfirleitt ekkert mál. Ég var svo ung þegar hann byrjaði svo ég þekki ekkert annað en að vera dóttir bæjarstjórans. En núna í þessari kosningabaráttu er ótrúlegt hversu margt blóðugt er sagt og skrifað bara til að reyna að finna höggstað á andstæðingnum. Ég veit að maður á ekki að vera að lesa þetta en oft gleymir maður sér og les.“ 

„Hann er með skrýtinn húmor og brandararnir geta orðið mjög asnalegir svo maður á það til að skammast sín. Fimmaurar sem bara honum finnst fyndnir. Til dæmis sagði hann þennan um daginn: „Hvað er blátt og segir bebe? ...  svo svaraði hann: "Blátt bebe.“"

Haukamennirnir Björn Ágúst og Hákon, sonur Halldórs, með bikarinn góða þegar þeir urðu Íslandsmeistararar í körfubolta.
Við snúum okkur að Hákoni átján ára syni Halldórs sem situr ekki á svörunum spurður um föður sinn.

„Hann er fljótur að setja sig inn í alla hluti og hefur áhuga á öllu sem maður er að gera. Þegar ég er í hljómsveit veit hann allt um bandið og hvað við ætlum að gera. Líka varðandi körfuboltann hjá mér," segir Hákon umhugsunarlaust og heldur áfram:

 „Hann er inni í öllu og hefur áhuga. Ég heyri líka að það sé eins í vinnunni hjá honum. Ég sé að í pólitík þarf að setja sig mjög hratt inn í allt og hafa áhuga. Hann er ótrúlegur í þessu,“ segir hann greinilega stoltur af pabba.

„Eins og til dæmis þegar hann byrjaði með kajakferðir fyrir ferðamenn fyrir vestan. Þá varð hann sérfræðingur í því á nokkrum dögum  - og ég græddi á því. Hann hefur oft tekið mig með og kennt mér á kajak. Ég held að hann fíli sig best í umhverfi þar sem hann er alltaf að takast á við eitthvað nýtt.“

„Hann borðar allt nema eitt, - hann borðar ekki rúsínur," svarar Hákon spurður um eitthvað sem kjósendur vita ekki um pabba.
Halldór með Maju og Hákoni ásamt hundinum Tóbíasi Ólafi á áramótabrennu.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.