Vodafone mun ekki vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla Randver Kári Randversson skrifar 28. maí 2014 12:10 Vodafone hyggst ekki vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla. Visir/Vilhelm Vodafone hyggst ekki vísa ákvörðun Persónuverndar í lekamálinu til dómstóla, en fyrirtækið áréttar að um gagnastuld hafi verið að ræða. Vegna fréttar Vísis um úrskurð Persónuverndar í lekamálinu hjá Vodafone, þar sem kemur fram að Persónuvernd telur að varðveisla Vodafone á persónuupplýsingum, samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, hefur Vodafone sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Þann 30. nóvember sl. var brotist inn á heimasíðu Vodafone, þaðan sem gögnum var stolið. Tölvuþrjóturinn sem ábyrgur var fyrir innbrotinu gerði gögnin aðgengileg á netinu, m.a. innihald vefskilaboða sem send höfðu verið frá heimasíðunni. Í kjölfar innbrotsins óskuðu nokkrir aðilar eftir því við Persónuvernd, að stofnunin tæki afstöðu til þess hvort vistun umræddra vefskilaboða á einkasvæði notenda væri í samræmi við lög um persónuvernd. Niðurstaða Persónuverndar liggur nú fyrir. Stofnunin telur, að upplýst samþykki notenda hafi verið nauðsynlegt áður en vefskilaboð voru vistuð á einkasvæði notenda. Sú leið Vodafone að bjóða notendum að afþakka vistun á samskiptasögu sinni hafi ekki verið nægjanleg, þar sem hún hafi ekki falið í sér upplýst samþykki. Fyrirtækið hafi því ekki aflað samþykkis fyrir vistuninni með réttum hætti. Rétt er að taka fram, að ákvörðunin snýr aðeins að þeim álitaefnum sem heyra undir lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hún nær því ekki til álitaefna sem falla undir fjarskiptalög og Póst- og fjarskiptastofnun hefur til skoðunar. Vodafone mun ekki vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla. Vodafone áréttar, að með vistun á samskiptasögu viðskiptavina á þeirra eigin læsta vefsvæði vildi Vodafone eingöngu þjónusta notendur. Meirihluti þeirra skilaboða sem send voru af vefnum voru frá þjónustufyrirtækjum og félagasamtökum, sem sendu sínum viðskiptavinum eða félagsmönnum þjónustuupplýsingar. Í kjölfar innbrotsins á heimasíðu Vodafone í nóvember sl. hét fyrirtækið því að verða leiðandi á sviði net- og upplýsingaöryggis. Vodafone hefur á undanförnum mánuðum gripið til margvíslegra aðgerða til að ná því markmiði. Má þar m.a. nefna fjölbreyttar tæknilegar breytingar og uppfærslur, veikleikaskannanir á tölvukerfum og árásaprófanir af ýmsu tagi. Áhættumat hefur verið endurgert, samstarf við Vodafone Group í netöryggismálum hefur verið eflt og fyrirtækið hefur lagt sig fram um að miðla af reynslu sinni til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Vodafone hyggst ekki vísa ákvörðun Persónuverndar í lekamálinu til dómstóla, en fyrirtækið áréttar að um gagnastuld hafi verið að ræða. Vegna fréttar Vísis um úrskurð Persónuverndar í lekamálinu hjá Vodafone, þar sem kemur fram að Persónuvernd telur að varðveisla Vodafone á persónuupplýsingum, samrýmist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, hefur Vodafone sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Þann 30. nóvember sl. var brotist inn á heimasíðu Vodafone, þaðan sem gögnum var stolið. Tölvuþrjóturinn sem ábyrgur var fyrir innbrotinu gerði gögnin aðgengileg á netinu, m.a. innihald vefskilaboða sem send höfðu verið frá heimasíðunni. Í kjölfar innbrotsins óskuðu nokkrir aðilar eftir því við Persónuvernd, að stofnunin tæki afstöðu til þess hvort vistun umræddra vefskilaboða á einkasvæði notenda væri í samræmi við lög um persónuvernd. Niðurstaða Persónuverndar liggur nú fyrir. Stofnunin telur, að upplýst samþykki notenda hafi verið nauðsynlegt áður en vefskilaboð voru vistuð á einkasvæði notenda. Sú leið Vodafone að bjóða notendum að afþakka vistun á samskiptasögu sinni hafi ekki verið nægjanleg, þar sem hún hafi ekki falið í sér upplýst samþykki. Fyrirtækið hafi því ekki aflað samþykkis fyrir vistuninni með réttum hætti. Rétt er að taka fram, að ákvörðunin snýr aðeins að þeim álitaefnum sem heyra undir lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hún nær því ekki til álitaefna sem falla undir fjarskiptalög og Póst- og fjarskiptastofnun hefur til skoðunar. Vodafone mun ekki vísa ákvörðun Persónuverndar til dómstóla. Vodafone áréttar, að með vistun á samskiptasögu viðskiptavina á þeirra eigin læsta vefsvæði vildi Vodafone eingöngu þjónusta notendur. Meirihluti þeirra skilaboða sem send voru af vefnum voru frá þjónustufyrirtækjum og félagasamtökum, sem sendu sínum viðskiptavinum eða félagsmönnum þjónustuupplýsingar. Í kjölfar innbrotsins á heimasíðu Vodafone í nóvember sl. hét fyrirtækið því að verða leiðandi á sviði net- og upplýsingaöryggis. Vodafone hefur á undanförnum mánuðum gripið til margvíslegra aðgerða til að ná því markmiði. Má þar m.a. nefna fjölbreyttar tæknilegar breytingar og uppfærslur, veikleikaskannanir á tölvukerfum og árásaprófanir af ýmsu tagi. Áhættumat hefur verið endurgert, samstarf við Vodafone Group í netöryggismálum hefur verið eflt og fyrirtækið hefur lagt sig fram um að miðla af reynslu sinni til hagsbóta fyrir samfélagið allt.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira