Lífið

Handtekinn á hjóli

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Leikarinn Alec Baldwin var handtekinn í New York í dag fyrir að hjóla á vitlausum vegarhelmingi á götum borgarinnar.

Alec var handjárnaður og færður í lögreglubíl sem fór beinustu leið uppá lögreglustöð.

Eiginkona Alecs, Hilaria Baldwin, var ekki með í för í hjólatúrnum.

Alec hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið eftir að hann lenti til dæmis í átökum við ljósmyndara og hreytti í hann niðurlægjandi orðum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.