Lífið

Time mælir með Secret Solstice-hátíðinni

Baldvin Þormóðsson skrifar
Friðrik Ólafsson er einn skipuleggjenda Secret Solstice.
Friðrik Ólafsson er einn skipuleggjenda Secret Solstice.
Bandaríska tímaritið Time Magazine birti nýverið lista yfir fjórtán tónlistarhátíðir sem að blaðið mælir með fyrir lesendur. Á listanum eru stórar hátíðir á borð við Glastonbury, Sasquatch! og síðan íslenska tónlistarhátíðin Secret Solstice Festival.

Í textanum skrifar blaðamaður Times að hér á landi þurfi miklar skemmtanir til að drepa tímann þar sem sólin skíni allar klukkustundir sólarhringsins. ,,Til þess að hjálpa til við að drepa tímann þá býður Secret Solstice upp á upprennandi tónlistarmenn bæði frá Íslandi og hvaðanæva úr heiminum,'' 

Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem að hátíðin lendir á lista yfir áhugaverðar tónlistarhátíðir en Secret Solstice lenti í áttunda sæti á tónlistarvefnum Pigeons and planes í grein um 25 tónlistarhátíðir sem ekki má missa af áður en þú deyrð. 

Þetta er í fyrsta sinn sem að Secret Solstice-hátíðin er haldin og því mikill heiður fyrir aðstandendur hennar að fá meðmæli frá einu stærsta tímariti heims en eins og Vísir hefur áður greint frá þá fer hátíðin fram í Laugardalnum daganna 20.-22. júní og státar hátíðin nokkrum af stærstu nöfnum tónlistargeirans í dag.

Meðal þeirra tónlistarmanna sem hingað koma eru meðal annars Massive Attack, Schoolboy Q, Woodkid, Disclosure, Banks og svo lengi mætti telja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.