50 ný atriði tilkynnt á Secret Solstice-hátíðina Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 09:00 Carl Craig kemur fram á Secret Solstice-hátíðinni í sumar. vísir/getty „Þetta eru frábærir listamenn sem við kynnum með miklu stolti,“ segir Friðrik Ólafsson, einn skipuleggjenda Secret Solstice-hátíðarinnar sem fer fram í júní. Aðstandendur hátíðarinnar hafa nú kynnt fimmtíu ný tónlistaratriði sem koma fram á Secret Solstice-hátíðinni sem fram fer 20. til 22. júní. Á meðal þeirra fimmtíu atriða sem bæst hafa í hópinn eru plötusnúðarnir Carl Craig og Eats Everything. „Carl Craig hefur starfað sem plötusnúður síðan árið 1989 og er einn frægasti techno plötusnúður heims. Eats Everything er einnig talinn á meðal fremstu plötusnúða í heiminum í dag samkvæmt Resident Advisor,“ útskýrir Friðrik.Hljómsveitin MausMynd/börkur„Við erum líka mjög stolt að segja frá því að Maus kemur fram á hátíðinni í sumar,“ segir Friðrik. Hljómsveitin Maus hefur verið í dvala um nokkurt skeið en ætlar að skemmta gestum í Laugardalnum í sumar. „Maus mun væntanlega koma fram á undan frönsku indie/pop hljómsveitinni Woodkid á föstudeginum.“ Að auki hafa rúmlega fjörtíu íslensk atriði einnig verið tilkynnt en þau ber helst að nefna Hjaltalín, Moses Hightower, Vök, Ojba Rasta og Cell 7. Nú hafa um áttatíu atriði verið tilkynnt en eins og áður hefur komið fram mun breska hljómsveitin Massive Attack verða aðalatriðið á hátíðinni. Fleiri sveitir sem er búið að staðfesta eru Múm, Mammút, Samaris og Sísí Ey. „Við eigum enn eftir að tilkynna fleiri hljómsveitir, þetta verða um 150 atriði í heildina,“ segir Friðrik.Eats Everything kemur framFyrir skömmu fóru sérstakir forsölumiðar í sölu á 12.990 krónur en þeir seldust upp snarlega. „Eftir að þeir seldust bauð Wow air sem er styrktaraðili hátíðarinnar upp á miða á 13.900 krónur í takmarkaðan tíma en lokaverð á hátíðina er 19.900. Wow air hefur tekið að sér að fljúga með erlendu tónlistarmennina hingað og býður pakkadíla fyrir erlenda tónlistargesti sem vilja koma,“ útskýrir Friðrik. Miðasala á hátíðina fer fram á secretsolstice.is. Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
„Þetta eru frábærir listamenn sem við kynnum með miklu stolti,“ segir Friðrik Ólafsson, einn skipuleggjenda Secret Solstice-hátíðarinnar sem fer fram í júní. Aðstandendur hátíðarinnar hafa nú kynnt fimmtíu ný tónlistaratriði sem koma fram á Secret Solstice-hátíðinni sem fram fer 20. til 22. júní. Á meðal þeirra fimmtíu atriða sem bæst hafa í hópinn eru plötusnúðarnir Carl Craig og Eats Everything. „Carl Craig hefur starfað sem plötusnúður síðan árið 1989 og er einn frægasti techno plötusnúður heims. Eats Everything er einnig talinn á meðal fremstu plötusnúða í heiminum í dag samkvæmt Resident Advisor,“ útskýrir Friðrik.Hljómsveitin MausMynd/börkur„Við erum líka mjög stolt að segja frá því að Maus kemur fram á hátíðinni í sumar,“ segir Friðrik. Hljómsveitin Maus hefur verið í dvala um nokkurt skeið en ætlar að skemmta gestum í Laugardalnum í sumar. „Maus mun væntanlega koma fram á undan frönsku indie/pop hljómsveitinni Woodkid á föstudeginum.“ Að auki hafa rúmlega fjörtíu íslensk atriði einnig verið tilkynnt en þau ber helst að nefna Hjaltalín, Moses Hightower, Vök, Ojba Rasta og Cell 7. Nú hafa um áttatíu atriði verið tilkynnt en eins og áður hefur komið fram mun breska hljómsveitin Massive Attack verða aðalatriðið á hátíðinni. Fleiri sveitir sem er búið að staðfesta eru Múm, Mammút, Samaris og Sísí Ey. „Við eigum enn eftir að tilkynna fleiri hljómsveitir, þetta verða um 150 atriði í heildina,“ segir Friðrik.Eats Everything kemur framFyrir skömmu fóru sérstakir forsölumiðar í sölu á 12.990 krónur en þeir seldust upp snarlega. „Eftir að þeir seldust bauð Wow air sem er styrktaraðili hátíðarinnar upp á miða á 13.900 krónur í takmarkaðan tíma en lokaverð á hátíðina er 19.900. Wow air hefur tekið að sér að fljúga með erlendu tónlistarmennina hingað og býður pakkadíla fyrir erlenda tónlistargesti sem vilja koma,“ útskýrir Friðrik. Miðasala á hátíðina fer fram á secretsolstice.is.
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira