Fær tugi milljóna eftir fimm ára bið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2014 14:06 "Ég get ekki sagt að ég hafi unnið málið. Þetta mál átti aldrei að hafa komið til.“ vísir/gva Íslenskur karlmaður á sextugsaldri getur nú loksins tekið út 49 milljónir króna af bankareikningi sínum sem voru kyrrsettar hjá Arion banka fyrir fimm árum. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar en reyndar má reikna með því að upphæðin muni tvöfaldast, eða verða í kringum 100 milljónir króna, því maðurinn fær dráttarvexti greidda af upphæðinni. „Þó þetta hefðu verið 200 milljónir, eða 400. Aldrei vildi ég þurfa að standa í þessu. Þessu óska ég ekki nokkrum manni. Þetta er algjörlega mannskemmandi,“ segir maðurinn í samtali við Vísi. Í kjölfar fjárnáms og kyrrsetninga missti hann nær allar eigur sínar, heimili sitt og fyrirtæki. Hann stóð þó á rétti sínum allan tímann og nú, fimm árum síðar, er það með dómi síðastliðinn fimmtudag staðfest af Hæstarétti.Gátu ekki sýnt fram á hve mikil skuldin var Forsaga málsins er sú að maðurinn gaf út 147 milljóna króna skuldabréf til Kaupþings banka í desember 2006. Hann átti að greiða 130 milljónir króna af höfuðstól skuldarinnar á fyrsta gjalddaga, 1. janúar 2008, en afganginn með vöxtum í jöfnum afborgunum yfir fjögurra ára tímabil. Hann greiddi rúmlega 105 milljónir króna inn á skuld sína í fimmtán áföngum á tíu mánaða tímabili árið 2007 fyrir fyrsta gjalddaga. Slíkar afborganir voru þó ekki ráðgerðar eftir hljóðan skuldabréfsins.Skuldinni myntbreytt Maðurinn óskaði í janúar 2008 eftir að sú breyting yrði gerð á skilmálunum að skuldin yrði í erlendri mynt í stað íslenskrar krónu. Maðurinn undirritaði yfirlýsingu þess efnis að skuldin yrði framvegis í þremur erlendum myntum ásamt starfsmanni Kaupþings. Í yfirlýsingunni kom fram að höfuðstóll skuldarinnar á myntbreytingardegi væri tæplega 54 milljónir króna. Málareksturinn, sem staðið hefur yfir síðan, hefur snúist um það hversu háa upphæð maðurinn átti eftir að borga af skuld sinni. Fór málið tvisvar fyrir hérað þar sem Arion banki hélt því meðal annars fram á einum tímapunkti að skuldin væri 116 milljónir króna. Maðurinn átti um 100 milljónir inn á reikningi hjá Arion banka og ætlaði árið 2008 að flytja peningana í annan banka. Bankinn neitaði honum um það og fékk kyrrsetningu á upphæðina hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði. Eiginkona mannsins fór í einkamál við bankann og sótti um helming upphæðinnar en eftir stóðu 49 milljónir sem maðurinn gat ekki nálgast. Hæstiréttur staðfesti svo í síðustu viku að kyrrsetningin hefði verið ólögleg og bankinn væri skyldugur til að afhenda honum milljónirnar 49 auk dráttarvaxta.Peningunum okkar var bara stolið „Það sem mér finnst verst er hvernig bankinn fékk sýslumenn með sér í þetta, allan tímann. Þeir voru nefnilega aldrei með nein haldbær gögn, rétt eins og dómurinn sýnir. Engin skuldabréf, engin frumrit eða neitt. Þetta var bara geðþóttaákvörðun.“ „Ég get ekki sagt að ég hafi unnið málið. Þetta mál átti aldrei að hafa komið til. Peningunum okkar var bara stolið. Núna er bara verið að skila því sem við áttum,“ segir hann og bætir við að nú taki við skaðabótamál á hendur bankanum. „Ég hef eitt tíu prósentum af ævi minni í þetta. Þetta er ömurleg staða.“ Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Íslenskur karlmaður á sextugsaldri getur nú loksins tekið út 49 milljónir króna af bankareikningi sínum sem voru kyrrsettar hjá Arion banka fyrir fimm árum. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar en reyndar má reikna með því að upphæðin muni tvöfaldast, eða verða í kringum 100 milljónir króna, því maðurinn fær dráttarvexti greidda af upphæðinni. „Þó þetta hefðu verið 200 milljónir, eða 400. Aldrei vildi ég þurfa að standa í þessu. Þessu óska ég ekki nokkrum manni. Þetta er algjörlega mannskemmandi,“ segir maðurinn í samtali við Vísi. Í kjölfar fjárnáms og kyrrsetninga missti hann nær allar eigur sínar, heimili sitt og fyrirtæki. Hann stóð þó á rétti sínum allan tímann og nú, fimm árum síðar, er það með dómi síðastliðinn fimmtudag staðfest af Hæstarétti.Gátu ekki sýnt fram á hve mikil skuldin var Forsaga málsins er sú að maðurinn gaf út 147 milljóna króna skuldabréf til Kaupþings banka í desember 2006. Hann átti að greiða 130 milljónir króna af höfuðstól skuldarinnar á fyrsta gjalddaga, 1. janúar 2008, en afganginn með vöxtum í jöfnum afborgunum yfir fjögurra ára tímabil. Hann greiddi rúmlega 105 milljónir króna inn á skuld sína í fimmtán áföngum á tíu mánaða tímabili árið 2007 fyrir fyrsta gjalddaga. Slíkar afborganir voru þó ekki ráðgerðar eftir hljóðan skuldabréfsins.Skuldinni myntbreytt Maðurinn óskaði í janúar 2008 eftir að sú breyting yrði gerð á skilmálunum að skuldin yrði í erlendri mynt í stað íslenskrar krónu. Maðurinn undirritaði yfirlýsingu þess efnis að skuldin yrði framvegis í þremur erlendum myntum ásamt starfsmanni Kaupþings. Í yfirlýsingunni kom fram að höfuðstóll skuldarinnar á myntbreytingardegi væri tæplega 54 milljónir króna. Málareksturinn, sem staðið hefur yfir síðan, hefur snúist um það hversu háa upphæð maðurinn átti eftir að borga af skuld sinni. Fór málið tvisvar fyrir hérað þar sem Arion banki hélt því meðal annars fram á einum tímapunkti að skuldin væri 116 milljónir króna. Maðurinn átti um 100 milljónir inn á reikningi hjá Arion banka og ætlaði árið 2008 að flytja peningana í annan banka. Bankinn neitaði honum um það og fékk kyrrsetningu á upphæðina hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði. Eiginkona mannsins fór í einkamál við bankann og sótti um helming upphæðinnar en eftir stóðu 49 milljónir sem maðurinn gat ekki nálgast. Hæstiréttur staðfesti svo í síðustu viku að kyrrsetningin hefði verið ólögleg og bankinn væri skyldugur til að afhenda honum milljónirnar 49 auk dráttarvaxta.Peningunum okkar var bara stolið „Það sem mér finnst verst er hvernig bankinn fékk sýslumenn með sér í þetta, allan tímann. Þeir voru nefnilega aldrei með nein haldbær gögn, rétt eins og dómurinn sýnir. Engin skuldabréf, engin frumrit eða neitt. Þetta var bara geðþóttaákvörðun.“ „Ég get ekki sagt að ég hafi unnið málið. Þetta mál átti aldrei að hafa komið til. Peningunum okkar var bara stolið. Núna er bara verið að skila því sem við áttum,“ segir hann og bætir við að nú taki við skaðabótamál á hendur bankanum. „Ég hef eitt tíu prósentum af ævi minni í þetta. Þetta er ömurleg staða.“
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira