Erlent

Eldar loga víða í Norður-Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá reyk frá eldunum yfir Japanshafi.
Hér má sjá reyk frá eldunum yfir Japanshafi. Mynd/Earth observatory
Gervihnöttur NASA tók myndir af Noður-Kóreu þann 25. apríl sem sýna tugi stórra elda loga í landinu. Sumir þeirra munu vera á skógi vöxnu svæði. Þá virðast margir eldanna vera á ræktarsvæði og hafa líklega verið kveiktir af bændum.

Fjallað er um málið á vef Independent.

Samkvæmt Earth Observatory vef NASA veldur gamalt rafmagnsflutningskerfi landsins mörgum skógareldum og vísa þeir í skýrslu sem birt var á vef Asia-Pacific Journal.

Myndina má sjá í stórri upplausn hér á vef Earth Observatory.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×