Innlent

Líðan konunnar þokkaleg eftir atvikum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fréttablaðið/Vilhelm
Líðan hjá konunni sem slasaðist í fjórhjólaslysi á Snæfellsnesi ku vera þokkaleg eftir atvikum en þetta staðfesti vakthafandi læknir á Landsspítalanum í samtali við fréttastofu.

Konan mun gangast undir rannsóknir í dag en ekki fengust nánari upplýsingar varðandi slysið.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan 12 að hádegi að beiðni læknis í Ólafsvík eftir að fjórhjólaslys varð nærri Miðhúsum á Snæfellsnesi. Þyrlan lenti með konuna við Landspítalann í Fossvogi rétt fyrir klukkan tvö í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×