Innlent

Mikið súlukast fyrir utan Hellissand

Stefán Árni Pálsson skrifar
myndir/þröstur
Mikið líf hefur verið fyrir utan Hellissand í dag þar sem gífurlegur fjöldi súla stingur sér eftir æti. Nokkuð er einnig um háhyrninga í sjónum.

Veiðiaðferð súlunnar kallast súlukast og steypa þær sér úr margra metra hæð og lóðrétt niður ef bráðin er djúpt í sjó. Framan á fuglinum eru loftsekkir sem virka sem púðar.

Mikið súlukast hefur verið í Kolgrafarfirði undanfarna mánuði þar sem fjörðurinn hefur verið fullur af síld og því má gera ráð fyrir að um síld sé að ræða við Hellissand sem er í næsta nágrenni við Kolgrafarfjörð.

Þröstur Albertsson tók meðfylgjandi myndir sem fylgja fréttinni en sjón er sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×