Innlent

Ætla að gjaldeyristap vegna verkfalls muni nema um milljarði á dag

vísir/gva
Samninganefnd Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins munu halda áfram að funda hjá ríkissáttasemjara í dag. Flugmálastarfsmenn höfnuðu samningstilboði Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag og var gert hlé á viðræðum í kjölfarið.

Flugmálastarfsmenn hafa nú farið í þrjú skammtímaverkföll og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls næstkomandi miðvikudag náist ekki samningar. Líklegt þykir að sett verði lög á verkfallið, en Samtök atvinnulífsins ætla að gjaldeyristap þjóðarbúsins muni nema um milljarði króna fyrir hvern dag sem flug liggur niðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×