Reynt til þrautar í deilu flugmálastarfsmanna Jón Júlíus Karlsson skrifar 28. apríl 2014 20:05 Rúmur sólarhringur er þar til að allsherjarverkfall flugmálastarfsmanna hefst á öllum flugvöllum landsins. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af stöðu mála og óttast að orðspor Íslands bíði hnekki. Samninganefndir flugmálastarfsmanna Isavia og Samtaka atvinnulífsins hafa setið á fundum í húsakynnum Ríkissáttasemjara í allan dag. Takist ekki að semja hefst allsherjarverkfall á miðvikudag. Fundur hófst klukkan 10 í morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu virðist enn vera nokkuð í að samningar takist. Enn er þó freistað þess að ná samningum og verður fundað eins lengi og þörf krefur. Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna ríkisins, vildi lítið tjá sig um það hvort að samningur væri í aðsigi nú skömmu fyrir fréttir. „Við erum að tala saman. Við höfum daginn í dag og enn tíma til að ná samkomulagi. Við erum að reyna það,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður FFR.Einn milljarður tapast á dag Verði af allsherjarverkfalli þá mun allt flug til og frá landinu leggjast niður. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gríðarlega hagsmuni í húfi. „Við erum að tala um tapaðar gjaldeyristekjur upp á einn milljarð króna á dag og mikla orðssporsáhættu. Sem dæmi get ég nefnt að það er fyrirhuguð ráðstefna í Hörpu um næstu helgi með 1100 þátttakendum, þar af 200 blaðamönnum,“ segir Grímur og á þar við EVE Fanfest hátíðina. Innanríkisráðuneytið hefur fylgst náið með deilunni og gæti sett lög á verkfallið líkt og gert var í deilu starfsmanna Herfjólfs í upphafi þessa mánaðar. Grímur segir það ekki kröfu Samtaka ferðaþjónustunnar að stjórnvöld grípi inn í deiluna. „Verkfallsrétturinn er sterkur og hann ber að virða en vissulega erum við að horfa á mjög stóra hagsmuni sem að takmarkaður hópur fólks hefur gríðarleg áhrif á sem í þessu samhengi ná langt út fyrir þeirra þrengstu hagsmuni.“ Tengdar fréttir Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25 Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 Segir ekki rétt að flugmálastarfsmenn vilji 25,6 prósenta hækkun Formaður FFR segir hækkunina sem þeir hafi farið fram á vera um 18 prósent yfir 29 mánaða tímabil. 24. apríl 2014 15:21 Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Rúmur sólarhringur er þar til að allsherjarverkfall flugmálastarfsmanna hefst á öllum flugvöllum landsins. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af stöðu mála og óttast að orðspor Íslands bíði hnekki. Samninganefndir flugmálastarfsmanna Isavia og Samtaka atvinnulífsins hafa setið á fundum í húsakynnum Ríkissáttasemjara í allan dag. Takist ekki að semja hefst allsherjarverkfall á miðvikudag. Fundur hófst klukkan 10 í morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu virðist enn vera nokkuð í að samningar takist. Enn er þó freistað þess að ná samningum og verður fundað eins lengi og þörf krefur. Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna ríkisins, vildi lítið tjá sig um það hvort að samningur væri í aðsigi nú skömmu fyrir fréttir. „Við erum að tala saman. Við höfum daginn í dag og enn tíma til að ná samkomulagi. Við erum að reyna það,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður FFR.Einn milljarður tapast á dag Verði af allsherjarverkfalli þá mun allt flug til og frá landinu leggjast niður. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gríðarlega hagsmuni í húfi. „Við erum að tala um tapaðar gjaldeyristekjur upp á einn milljarð króna á dag og mikla orðssporsáhættu. Sem dæmi get ég nefnt að það er fyrirhuguð ráðstefna í Hörpu um næstu helgi með 1100 þátttakendum, þar af 200 blaðamönnum,“ segir Grímur og á þar við EVE Fanfest hátíðina. Innanríkisráðuneytið hefur fylgst náið með deilunni og gæti sett lög á verkfallið líkt og gert var í deilu starfsmanna Herfjólfs í upphafi þessa mánaðar. Grímur segir það ekki kröfu Samtaka ferðaþjónustunnar að stjórnvöld grípi inn í deiluna. „Verkfallsrétturinn er sterkur og hann ber að virða en vissulega erum við að horfa á mjög stóra hagsmuni sem að takmarkaður hópur fólks hefur gríðarleg áhrif á sem í þessu samhengi ná langt út fyrir þeirra þrengstu hagsmuni.“
Tengdar fréttir Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25 Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 Segir ekki rétt að flugmálastarfsmenn vilji 25,6 prósenta hækkun Formaður FFR segir hækkunina sem þeir hafi farið fram á vera um 18 prósent yfir 29 mánaða tímabil. 24. apríl 2014 15:21 Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25
Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00
Segir ekki rétt að flugmálastarfsmenn vilji 25,6 prósenta hækkun Formaður FFR segir hækkunina sem þeir hafi farið fram á vera um 18 prósent yfir 29 mánaða tímabil. 24. apríl 2014 15:21
Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01