Reynt til þrautar í deilu flugmálastarfsmanna Jón Júlíus Karlsson skrifar 28. apríl 2014 20:05 Rúmur sólarhringur er þar til að allsherjarverkfall flugmálastarfsmanna hefst á öllum flugvöllum landsins. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af stöðu mála og óttast að orðspor Íslands bíði hnekki. Samninganefndir flugmálastarfsmanna Isavia og Samtaka atvinnulífsins hafa setið á fundum í húsakynnum Ríkissáttasemjara í allan dag. Takist ekki að semja hefst allsherjarverkfall á miðvikudag. Fundur hófst klukkan 10 í morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu virðist enn vera nokkuð í að samningar takist. Enn er þó freistað þess að ná samningum og verður fundað eins lengi og þörf krefur. Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna ríkisins, vildi lítið tjá sig um það hvort að samningur væri í aðsigi nú skömmu fyrir fréttir. „Við erum að tala saman. Við höfum daginn í dag og enn tíma til að ná samkomulagi. Við erum að reyna það,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður FFR.Einn milljarður tapast á dag Verði af allsherjarverkfalli þá mun allt flug til og frá landinu leggjast niður. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gríðarlega hagsmuni í húfi. „Við erum að tala um tapaðar gjaldeyristekjur upp á einn milljarð króna á dag og mikla orðssporsáhættu. Sem dæmi get ég nefnt að það er fyrirhuguð ráðstefna í Hörpu um næstu helgi með 1100 þátttakendum, þar af 200 blaðamönnum,“ segir Grímur og á þar við EVE Fanfest hátíðina. Innanríkisráðuneytið hefur fylgst náið með deilunni og gæti sett lög á verkfallið líkt og gert var í deilu starfsmanna Herfjólfs í upphafi þessa mánaðar. Grímur segir það ekki kröfu Samtaka ferðaþjónustunnar að stjórnvöld grípi inn í deiluna. „Verkfallsrétturinn er sterkur og hann ber að virða en vissulega erum við að horfa á mjög stóra hagsmuni sem að takmarkaður hópur fólks hefur gríðarleg áhrif á sem í þessu samhengi ná langt út fyrir þeirra þrengstu hagsmuni.“ Tengdar fréttir Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25 Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 Segir ekki rétt að flugmálastarfsmenn vilji 25,6 prósenta hækkun Formaður FFR segir hækkunina sem þeir hafi farið fram á vera um 18 prósent yfir 29 mánaða tímabil. 24. apríl 2014 15:21 Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Rúmur sólarhringur er þar til að allsherjarverkfall flugmálastarfsmanna hefst á öllum flugvöllum landsins. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af stöðu mála og óttast að orðspor Íslands bíði hnekki. Samninganefndir flugmálastarfsmanna Isavia og Samtaka atvinnulífsins hafa setið á fundum í húsakynnum Ríkissáttasemjara í allan dag. Takist ekki að semja hefst allsherjarverkfall á miðvikudag. Fundur hófst klukkan 10 í morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu virðist enn vera nokkuð í að samningar takist. Enn er þó freistað þess að ná samningum og verður fundað eins lengi og þörf krefur. Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna ríkisins, vildi lítið tjá sig um það hvort að samningur væri í aðsigi nú skömmu fyrir fréttir. „Við erum að tala saman. Við höfum daginn í dag og enn tíma til að ná samkomulagi. Við erum að reyna það,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður FFR.Einn milljarður tapast á dag Verði af allsherjarverkfalli þá mun allt flug til og frá landinu leggjast niður. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gríðarlega hagsmuni í húfi. „Við erum að tala um tapaðar gjaldeyristekjur upp á einn milljarð króna á dag og mikla orðssporsáhættu. Sem dæmi get ég nefnt að það er fyrirhuguð ráðstefna í Hörpu um næstu helgi með 1100 þátttakendum, þar af 200 blaðamönnum,“ segir Grímur og á þar við EVE Fanfest hátíðina. Innanríkisráðuneytið hefur fylgst náið með deilunni og gæti sett lög á verkfallið líkt og gert var í deilu starfsmanna Herfjólfs í upphafi þessa mánaðar. Grímur segir það ekki kröfu Samtaka ferðaþjónustunnar að stjórnvöld grípi inn í deiluna. „Verkfallsrétturinn er sterkur og hann ber að virða en vissulega erum við að horfa á mjög stóra hagsmuni sem að takmarkaður hópur fólks hefur gríðarleg áhrif á sem í þessu samhengi ná langt út fyrir þeirra þrengstu hagsmuni.“
Tengdar fréttir Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25 Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 Segir ekki rétt að flugmálastarfsmenn vilji 25,6 prósenta hækkun Formaður FFR segir hækkunina sem þeir hafi farið fram á vera um 18 prósent yfir 29 mánaða tímabil. 24. apríl 2014 15:21 Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25
Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00
Segir ekki rétt að flugmálastarfsmenn vilji 25,6 prósenta hækkun Formaður FFR segir hækkunina sem þeir hafi farið fram á vera um 18 prósent yfir 29 mánaða tímabil. 24. apríl 2014 15:21
Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01