Reynt til þrautar í deilu flugmálastarfsmanna Jón Júlíus Karlsson skrifar 28. apríl 2014 20:05 Rúmur sólarhringur er þar til að allsherjarverkfall flugmálastarfsmanna hefst á öllum flugvöllum landsins. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af stöðu mála og óttast að orðspor Íslands bíði hnekki. Samninganefndir flugmálastarfsmanna Isavia og Samtaka atvinnulífsins hafa setið á fundum í húsakynnum Ríkissáttasemjara í allan dag. Takist ekki að semja hefst allsherjarverkfall á miðvikudag. Fundur hófst klukkan 10 í morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu virðist enn vera nokkuð í að samningar takist. Enn er þó freistað þess að ná samningum og verður fundað eins lengi og þörf krefur. Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna ríkisins, vildi lítið tjá sig um það hvort að samningur væri í aðsigi nú skömmu fyrir fréttir. „Við erum að tala saman. Við höfum daginn í dag og enn tíma til að ná samkomulagi. Við erum að reyna það,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður FFR.Einn milljarður tapast á dag Verði af allsherjarverkfalli þá mun allt flug til og frá landinu leggjast niður. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gríðarlega hagsmuni í húfi. „Við erum að tala um tapaðar gjaldeyristekjur upp á einn milljarð króna á dag og mikla orðssporsáhættu. Sem dæmi get ég nefnt að það er fyrirhuguð ráðstefna í Hörpu um næstu helgi með 1100 þátttakendum, þar af 200 blaðamönnum,“ segir Grímur og á þar við EVE Fanfest hátíðina. Innanríkisráðuneytið hefur fylgst náið með deilunni og gæti sett lög á verkfallið líkt og gert var í deilu starfsmanna Herfjólfs í upphafi þessa mánaðar. Grímur segir það ekki kröfu Samtaka ferðaþjónustunnar að stjórnvöld grípi inn í deiluna. „Verkfallsrétturinn er sterkur og hann ber að virða en vissulega erum við að horfa á mjög stóra hagsmuni sem að takmarkaður hópur fólks hefur gríðarleg áhrif á sem í þessu samhengi ná langt út fyrir þeirra þrengstu hagsmuni.“ Tengdar fréttir Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25 Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 Segir ekki rétt að flugmálastarfsmenn vilji 25,6 prósenta hækkun Formaður FFR segir hækkunina sem þeir hafi farið fram á vera um 18 prósent yfir 29 mánaða tímabil. 24. apríl 2014 15:21 Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Rúmur sólarhringur er þar til að allsherjarverkfall flugmálastarfsmanna hefst á öllum flugvöllum landsins. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af stöðu mála og óttast að orðspor Íslands bíði hnekki. Samninganefndir flugmálastarfsmanna Isavia og Samtaka atvinnulífsins hafa setið á fundum í húsakynnum Ríkissáttasemjara í allan dag. Takist ekki að semja hefst allsherjarverkfall á miðvikudag. Fundur hófst klukkan 10 í morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu virðist enn vera nokkuð í að samningar takist. Enn er þó freistað þess að ná samningum og verður fundað eins lengi og þörf krefur. Kristján Jóhannsson, formaður félags flugmálastarfsmanna ríkisins, vildi lítið tjá sig um það hvort að samningur væri í aðsigi nú skömmu fyrir fréttir. „Við erum að tala saman. Við höfum daginn í dag og enn tíma til að ná samkomulagi. Við erum að reyna það,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður FFR.Einn milljarður tapast á dag Verði af allsherjarverkfalli þá mun allt flug til og frá landinu leggjast niður. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gríðarlega hagsmuni í húfi. „Við erum að tala um tapaðar gjaldeyristekjur upp á einn milljarð króna á dag og mikla orðssporsáhættu. Sem dæmi get ég nefnt að það er fyrirhuguð ráðstefna í Hörpu um næstu helgi með 1100 þátttakendum, þar af 200 blaðamönnum,“ segir Grímur og á þar við EVE Fanfest hátíðina. Innanríkisráðuneytið hefur fylgst náið með deilunni og gæti sett lög á verkfallið líkt og gert var í deilu starfsmanna Herfjólfs í upphafi þessa mánaðar. Grímur segir það ekki kröfu Samtaka ferðaþjónustunnar að stjórnvöld grípi inn í deiluna. „Verkfallsrétturinn er sterkur og hann ber að virða en vissulega erum við að horfa á mjög stóra hagsmuni sem að takmarkaður hópur fólks hefur gríðarleg áhrif á sem í þessu samhengi ná langt út fyrir þeirra þrengstu hagsmuni.“
Tengdar fréttir Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25 Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 Segir ekki rétt að flugmálastarfsmenn vilji 25,6 prósenta hækkun Formaður FFR segir hækkunina sem þeir hafi farið fram á vera um 18 prósent yfir 29 mánaða tímabil. 24. apríl 2014 15:21 Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Lagasetning leysir ekki deiluna Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. 25. apríl 2014 21:25
Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00
Segir ekki rétt að flugmálastarfsmenn vilji 25,6 prósenta hækkun Formaður FFR segir hækkunina sem þeir hafi farið fram á vera um 18 prósent yfir 29 mánaða tímabil. 24. apríl 2014 15:21
Klukkan tifar á allsherjarverkfall Úrslitatilraun er nú gerð til að ná samningum við flugvallarstarfsmenn áður en ótímabundið verkfall þeirra hefst aðfararnótt miðvikudags. 28. apríl 2014 12:01