Innlent

Ekið utan í gangandi stúlku í Hafnarfirði í gærkvöldi

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af tveimur sautján ára drengjum á vínveitingahúsi í Hafnarfirði í gærkvöldi.

Máli var afgreitt með aðkomu foreldri annars þeirra en ekki náðist í foreldi hins og verður þeim kynnt málið síðar.

Tilkynnt um umferðaróhapp við veitingahús í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan eitt í nótt þegar bifreið bakkað á aðra bifreið og var einnig ekið utan í gangandi stúlku.

Sjúkrabifreið kom á vettvang en stúlkan ætlaði sjálf að fara á Slysadeild til aðhlynningar.

Lögreglan stöðvaði fjóra ökumenn grunaða um ölvun við akstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Þá var tilkynnt um ofurölvi mann við Laugarveg á fjórða tímanum í nótt. Maðurinn sem er erlendur var í annarlegu ástandi og gat lítið tjáð sig. Ætluð fíkniefni fundust á vasa mannsins þegar verið var að vista hann í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×