„Braust inn í ísskáp og hélt veislu fyrir sjálfan sig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. apríl 2014 11:00 mynd/fésbókarsíða Gistihússins á Hvanneyri Lögreglunni á Siglufirði barst tilkynning um mann sem hafði brotist inn í ísskáp á Gistihúsinu Hvanneyri í gærkvöldi. Maðurinn hefur ekki verið ákærður og var ekki færður í fangageymslu. Samkvæmt lögreglunni á svæðinu átti maðurinn ekki pening fyrir mat og fékk sér brauðbita úr ísskáp á gistiheimilinu. „Þessi maður stakk af með lykil og borgaði ekki seinni nóttina sína og auk þess braust hann inn í ísskáp og hélt veislu fyrir sjálfan sig, vil bara vara við honum.” Þessi frásögn kemur fram á Fésbókarsíðu Gistihússins Hvanneyri á Siglufirði en um er að ræða norskan ferðamann sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir nokkru síðan í ævintýraferð til Íslands. Maðurinn hefur notið vinsælda á svæðinu og ferðast með Íslendingum og vinnur hann fyrir gistingu og mat með gítar að vopni, sem hann fær lánaðan þar sem hann kemur við. „Ég fór til lögreglunnar þegar ég sá að búið var að brjótast inn í ísskápinn og hélt hann væri farinn en svo fann ég hann í efri koju inn í herbergi – steinsofandi,” segir Þórður Andersen, eigandi Gistihússins Hvanneyri, í samtali við blaðamanninn Eirík Jónsson á síðu hans. „Við reyndum að strauja kortið hans en það var alveg tómt. Lögreglan fór svo með hann, veit ekki hvert en hann skuldar hér tvær nætur. Fyrstu nóttina borgaði Kaffi Rauðka en þar hafði hann spilað á gítar og sungið fyrir gesti eitt kvöld,” segir Þórður en hann mun í framhaldinu fjárfesta í nýjum lás á ísskáp sinn. Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Lögreglunni á Siglufirði barst tilkynning um mann sem hafði brotist inn í ísskáp á Gistihúsinu Hvanneyri í gærkvöldi. Maðurinn hefur ekki verið ákærður og var ekki færður í fangageymslu. Samkvæmt lögreglunni á svæðinu átti maðurinn ekki pening fyrir mat og fékk sér brauðbita úr ísskáp á gistiheimilinu. „Þessi maður stakk af með lykil og borgaði ekki seinni nóttina sína og auk þess braust hann inn í ísskáp og hélt veislu fyrir sjálfan sig, vil bara vara við honum.” Þessi frásögn kemur fram á Fésbókarsíðu Gistihússins Hvanneyri á Siglufirði en um er að ræða norskan ferðamann sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir nokkru síðan í ævintýraferð til Íslands. Maðurinn hefur notið vinsælda á svæðinu og ferðast með Íslendingum og vinnur hann fyrir gistingu og mat með gítar að vopni, sem hann fær lánaðan þar sem hann kemur við. „Ég fór til lögreglunnar þegar ég sá að búið var að brjótast inn í ísskápinn og hélt hann væri farinn en svo fann ég hann í efri koju inn í herbergi – steinsofandi,” segir Þórður Andersen, eigandi Gistihússins Hvanneyri, í samtali við blaðamanninn Eirík Jónsson á síðu hans. „Við reyndum að strauja kortið hans en það var alveg tómt. Lögreglan fór svo með hann, veit ekki hvert en hann skuldar hér tvær nætur. Fyrstu nóttina borgaði Kaffi Rauðka en þar hafði hann spilað á gítar og sungið fyrir gesti eitt kvöld,” segir Þórður en hann mun í framhaldinu fjárfesta í nýjum lás á ísskáp sinn.
Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira