„Braust inn í ísskáp og hélt veislu fyrir sjálfan sig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. apríl 2014 11:00 mynd/fésbókarsíða Gistihússins á Hvanneyri Lögreglunni á Siglufirði barst tilkynning um mann sem hafði brotist inn í ísskáp á Gistihúsinu Hvanneyri í gærkvöldi. Maðurinn hefur ekki verið ákærður og var ekki færður í fangageymslu. Samkvæmt lögreglunni á svæðinu átti maðurinn ekki pening fyrir mat og fékk sér brauðbita úr ísskáp á gistiheimilinu. „Þessi maður stakk af með lykil og borgaði ekki seinni nóttina sína og auk þess braust hann inn í ísskáp og hélt veislu fyrir sjálfan sig, vil bara vara við honum.” Þessi frásögn kemur fram á Fésbókarsíðu Gistihússins Hvanneyri á Siglufirði en um er að ræða norskan ferðamann sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir nokkru síðan í ævintýraferð til Íslands. Maðurinn hefur notið vinsælda á svæðinu og ferðast með Íslendingum og vinnur hann fyrir gistingu og mat með gítar að vopni, sem hann fær lánaðan þar sem hann kemur við. „Ég fór til lögreglunnar þegar ég sá að búið var að brjótast inn í ísskápinn og hélt hann væri farinn en svo fann ég hann í efri koju inn í herbergi – steinsofandi,” segir Þórður Andersen, eigandi Gistihússins Hvanneyri, í samtali við blaðamanninn Eirík Jónsson á síðu hans. „Við reyndum að strauja kortið hans en það var alveg tómt. Lögreglan fór svo með hann, veit ekki hvert en hann skuldar hér tvær nætur. Fyrstu nóttina borgaði Kaffi Rauðka en þar hafði hann spilað á gítar og sungið fyrir gesti eitt kvöld,” segir Þórður en hann mun í framhaldinu fjárfesta í nýjum lás á ísskáp sinn. Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Lögreglunni á Siglufirði barst tilkynning um mann sem hafði brotist inn í ísskáp á Gistihúsinu Hvanneyri í gærkvöldi. Maðurinn hefur ekki verið ákærður og var ekki færður í fangageymslu. Samkvæmt lögreglunni á svæðinu átti maðurinn ekki pening fyrir mat og fékk sér brauðbita úr ísskáp á gistiheimilinu. „Þessi maður stakk af með lykil og borgaði ekki seinni nóttina sína og auk þess braust hann inn í ísskáp og hélt veislu fyrir sjálfan sig, vil bara vara við honum.” Þessi frásögn kemur fram á Fésbókarsíðu Gistihússins Hvanneyri á Siglufirði en um er að ræða norskan ferðamann sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir nokkru síðan í ævintýraferð til Íslands. Maðurinn hefur notið vinsælda á svæðinu og ferðast með Íslendingum og vinnur hann fyrir gistingu og mat með gítar að vopni, sem hann fær lánaðan þar sem hann kemur við. „Ég fór til lögreglunnar þegar ég sá að búið var að brjótast inn í ísskápinn og hélt hann væri farinn en svo fann ég hann í efri koju inn í herbergi – steinsofandi,” segir Þórður Andersen, eigandi Gistihússins Hvanneyri, í samtali við blaðamanninn Eirík Jónsson á síðu hans. „Við reyndum að strauja kortið hans en það var alveg tómt. Lögreglan fór svo með hann, veit ekki hvert en hann skuldar hér tvær nætur. Fyrstu nóttina borgaði Kaffi Rauðka en þar hafði hann spilað á gítar og sungið fyrir gesti eitt kvöld,” segir Þórður en hann mun í framhaldinu fjárfesta í nýjum lás á ísskáp sinn.
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira