Lífið

Íslendingar spenntir fyrir iJustine

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Jenna og iJustine.
Jenna og iJustine. Vísir/Daníel
YouTube-stjarnan iJustine og systir hennar Jenna taka á móti aðdáendum sínum í Smáralind í dag klukkan þrjú, nánar tiltekið við Smáratívolíið.

Ef marka má Facebook-viðburð fyrir herlegheitin eru Íslendingar spenntir fyrir því að hitta systurnar og hafa tæplega tvö hundruð manns staðfest komu sína í verslunarmiðstöðina í dag.

Jenna og iJustine eru hér á landi í kynningarferð fyrir DVD-útgáfu kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty og er hægt að fylgjast með ferðum þeirra á YouTube. 

iJustine á tæplega tvær milljónir fylgjenda á YouTube en hún byrjaði að gera myndbönd árið 2006.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.