Innlent

Gríðarlegt súlukast í Kolgrafafirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Súlurnar stungu sér utan við brúnna í Kolgrafarfirði. Mikið líf er í firðinum.
Súlurnar stungu sér utan við brúnna í Kolgrafarfirði. Mikið líf er í firðinum. Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson
„Ég giska á að þær hafi verið á milli tvö og þrjú þúsund í firðinum í dag,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, sem tók meðfylgjandi myndband í dag.

Þar sést hvernig gífurlegur fjöldi súla stingur sér eftir æti á móti straumnum undir brúnni.

„Það fer eftir sjávarföllum hvar þær eru í firðinum, en þarna var farið að falla út og það virðist sem að það hafi komið æti undir brúnna. Þegar straumurinn var orðinn of mikill færðu þær sig aftur inn á fjörð,“ segir Róbert.

Í fyrravor fundust margar súlur dauðar í firðinum sem höfðu hálsbrotnað við að stinga sér og skella á botninum. Róbert segist ekki hafa orðið var um slíkt núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×