Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Guttormur Árni Ársælsson skrifar 17. apríl 2014 22:15 Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. Travis Browne er 32 ára, frá Hawaii og rúmlega tveir metrar á hæð. Hann er gríðarlega höggþungur en hann hefur sigrað 12 af 16 bardögum sínum með rothöggi. Browne barðist þrisvar á síðasta ári og sigraði alla þrjá bardaga með rothöggi í fyrstu lotu. Í öllum níu UFC bardögum Browne hafa andstæðingar hans alltaf þótt sigurstranglegri hjá veðbönkum en Browne virðist sífellt koma á óvart. Hann hefur aðeins tapað einu sinni á ferlinum en bardaginn gegn Werdum verður sá fyrsti í UFC þar sem Browne þykir sigurstranglegri en veðbankar vestanhafs telja hann örlítið líklegri til að fara með sigur af hólmi. Fabricio Werdum barðist aðeins einu sinni á síðasta ári og það er næstum komið ár síðan Brasilíumaðurinn steig síðast inn í búrið. Werdum er svartbeltingur í brasilísku Jiu-Jitsu og margfaldur heimsmeistari í þeirri íþrótt. Hann er einnig tvöfaldur meistari á ADCC en það er sterkasta uppgjafarglímumót heims. Eitt af stærstu afrekum Werdum var að sigra Rússann Fedor Emelianenko og binda þar með enda á 10 ára sigurhrinu hans. Það er ljóst að Werdum hefur yfirhöndina þegar kemur að gólfglímunni en Browne er gífurlega höggþungur og gæti klárað bardagann með einu höggi. Werdum mun væntanlega gera allt sem hann getur til að ná bardaganum í gólfið. Það má þó ekki gleyma því að Werdum hefur bætt sparkboxið sitt gríðarlega á undanförnum tveimur árum. Þessir tveir kappar voru æfingarfélagar um stutt skeið fyrir fjórum árum síðan og lét Werdum hafa eftir sér í vikunni að hann hefði pakkað Browne saman á æfingum. Það þykir oftast óvirðing að tala opinberlega um það sem gerist á æfingum en Browne hefur hingað til sýnt mikla stillingu og ekki látið ummæli Werdum koma sér í uppnám. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og hefst útsendingin á miðnætti á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sjá meira
Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. Travis Browne er 32 ára, frá Hawaii og rúmlega tveir metrar á hæð. Hann er gríðarlega höggþungur en hann hefur sigrað 12 af 16 bardögum sínum með rothöggi. Browne barðist þrisvar á síðasta ári og sigraði alla þrjá bardaga með rothöggi í fyrstu lotu. Í öllum níu UFC bardögum Browne hafa andstæðingar hans alltaf þótt sigurstranglegri hjá veðbönkum en Browne virðist sífellt koma á óvart. Hann hefur aðeins tapað einu sinni á ferlinum en bardaginn gegn Werdum verður sá fyrsti í UFC þar sem Browne þykir sigurstranglegri en veðbankar vestanhafs telja hann örlítið líklegri til að fara með sigur af hólmi. Fabricio Werdum barðist aðeins einu sinni á síðasta ári og það er næstum komið ár síðan Brasilíumaðurinn steig síðast inn í búrið. Werdum er svartbeltingur í brasilísku Jiu-Jitsu og margfaldur heimsmeistari í þeirri íþrótt. Hann er einnig tvöfaldur meistari á ADCC en það er sterkasta uppgjafarglímumót heims. Eitt af stærstu afrekum Werdum var að sigra Rússann Fedor Emelianenko og binda þar með enda á 10 ára sigurhrinu hans. Það er ljóst að Werdum hefur yfirhöndina þegar kemur að gólfglímunni en Browne er gífurlega höggþungur og gæti klárað bardagann með einu höggi. Werdum mun væntanlega gera allt sem hann getur til að ná bardaganum í gólfið. Það má þó ekki gleyma því að Werdum hefur bætt sparkboxið sitt gríðarlega á undanförnum tveimur árum. Þessir tveir kappar voru æfingarfélagar um stutt skeið fyrir fjórum árum síðan og lét Werdum hafa eftir sér í vikunni að hann hefði pakkað Browne saman á æfingum. Það þykir oftast óvirðing að tala opinberlega um það sem gerist á æfingum en Browne hefur hingað til sýnt mikla stillingu og ekki látið ummæli Werdum koma sér í uppnám. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og hefst útsendingin á miðnætti á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sjá meira
Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45