Innlent

Vill bæta umhirðu í borginni

Höskuldur Kári Schram skrifar
Halldór Halldórsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík segir nauðsynlegt að bæta umhirðu í borginni. Borgin sé skítug og alltof mikil mengun.

„Borgin er skítug. Það er ekki brugðist við nógu snemma  t.d. að sópa götur. Það var hér einn dagur um daginn þar sem mengunin var fjórum sinnum meiri en í Peking. Það mætti gera betur í grasslætti og svona almennri umhirðu.

Stundum eru þetta kölluð smáu málin en eru auðvitað í augum borgarbúa risastór mál. Við ætlum að gera miklu betur í þessum málum,” segir Halldór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×