Innlent

Husky drap hænur í Kópavogi

Hundurinn drap sex hænur í gærkvöldi. Mynd úr safni.
Hundurinn drap sex hænur í gærkvöldi. Mynd úr safni.
Husky hundur, sem slapp frá eiganda sínum í Kópavogi í gærkvöldi komst inn í hænsnakofa í garði íbúðarhúss þar í bæ og drap þar sex landnámshænur.

Hann sást skömmu síðar með dauða hænu í kjaftinum og náði lögregla honum.

Haft var uppi á eiganda hundsins, sem sótti hann á lögrelustöðina og eiganda hænanna var leiðbeint um framhald málsins, en ekki liggur fyrir hvort hann kærir málið formlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×