Lífið

Ekki stoltur af framhjáhaldinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarmógúllinn Simon Cowell gerir sér grein fyrir því að orðspor hans svertist síðasta sumar þegar kom í ljós að hann ætti von á barni með Lauren Silverman, sem þá var gift vini hans, Andrew Silverman.

Hann segist harma þessi svik í löngu viðtali við breska blaðið Mirror.

"Þetta er ekki eitthvað sem ég er stoltur af og ég vildi ekki særa neinn. Þetta bara gerðist. Maður þarf að takast á við það og vera karlmaður," segir Simon. Sonur þeirra Lauren, Eric, kom í heiminn í febrúar, tveimur mánuðum eftir að skilnaður Lauren og Andrew gekk í gegn.

"Maður þarf að axla ábyrgð og taka gagnrýninni," bætir Simon við.


Tengdar fréttir

Simon vill skíra barnið Simon

Tónlistarmógúllinn Simon Cowell á von á sínu fyrsta barni og vill skíra það í höfuðið á sjálfum sér.

Fjölskyldufaðirinn Simon Cowell

Simon Cowell og Lauren Silverman nutu sín ásamt drengnum þeirra Eric, sem kom í heiminn á Valentínusardaginn.

Með soninn í skoðun

Tónlistarmógúllinn Simon Cowell í New York með Eric, son sinn.

Simon í sjöunda himni

Simon Cowell, 54 ára, er þekktur fyrir að vera gagnrýninn og erfiður þegar kemur að dómarastarfinu. Hann er í skýjunum þessa dagana sem er engin furða því unnusta hans, Lauren Silverman, fæddi frumburðinn þeirra, drenginn Eric, á sjálfan Valentínusardaginn. Simon er duglegur að setja inn myndir á Twitter síðuna sína af drengnum. Nú síðast setti hann inn mynd af Eric, sem sjá má neðst í grein, með nýju tuskudýrin sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.