Innlent

Bílvelta á Votmúlavegi í nótt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
17 ára ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Votmúlavegi á Selfossi í nótt með þeim afleiðingum að bíllinn valt.

Fimm voru í bílnum og sluppu allir ómeiddir.

Bíllinn er óökufær og var hann fjarlægður með krana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×