Innlent

Aðildarfélög BHM semja við sveitarfélögin

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM.
Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM.
Tólf aðildarfélög Bandalags háskólamanna undirrituðu nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gærkvöldi, en samtals eru 800 meðlimir í félögunum tólf.

Þetta eru fyrstu samningarnir sem BHM gerir á þessu ári og eru þeir til 17 mánaða. Samningarnir verða kynntir á næstu dögum og á atkvæðagreiðslu um þá að vera lokið ellefta apríl. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×