Innlent

Eldur í íbúðarhúsi á Eyrabakka

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eyrarbakki.
Eyrarbakki. visir/RJ
Slökkvilið, sjúkralið og lögregla eru á Eyrarbakka vegna elds sem kom upp í íbúðarhúsi þar rétt fyrir klukkan ellefu í morgun.

Talsverður reykur var innandyra en nú er búið að slökkva eldinn og verið er að reykræsta húsið sem var mannlaust þegar eldurinn kom upp.

Við fyrstu sýn er talið að eldurinn hafi kviknað út frá þvottavél.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni mun rannsókn hefjast á málinu um leið og fært verður inn í húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×