Innlent

Frestur til umsagna við ESB tillögu rennur út eftir viku

Heimir Már Pétursson skrifar
Þrjátíu umsagnir hafa borist við tillögu utanríkisráðherra um viðræðuslit. Tíu umsagnir við tillögur VG og Pírata.
Þrjátíu umsagnir hafa borist við tillögu utanríkisráðherra um viðræðuslit. Tíu umsagnir við tillögur VG og Pírata. vísir/valli
Frestur til að skila inn umsögnum vegna þingsályktana um framtíð viðræðna við Evrópusambandið til utanríkismálanefndar, rennur út eftir viku. Fjörtíu umsagnir hafa borist við tillögurnar flestar við tillögu utanríkisráðherra um viðræðuslit.

Það kemur ekki á óvart að Samtök mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja hvetja til þess að tillaga utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til verði samþykkt óbreytt og ítreka samtökin andstöðu sína við aðild Islands að ESB og telja að hætta eigi aðildarviðræðum og draga umsókn Íslands til baka. Undir þetta álit Samtaka mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja skrifar Guðni Ágústsson formaður samtakanna og fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

Frekari rökstuðningur fylgir ekki umsögninni.

Þrjátíu umsagnir hafa borist utanríkismálanefnd vegna tillögu utanríkisráðherra, flestar frá einstaklingum. Nokkur bæjarfélög hafa sent inn umsögn og krefjast þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið, en það eru Akureyrarbær, Ísafjarðarbær, Kópavogsbær, Reykjavíkurborg og Sandgerðisbær.

Landssamband íslenskra útvegsmanna ítrekar andstöðu sína við aðild að Evrópusambandinu og undirstrika mikilvægi þess að tryggja verði að Íslendingar fari sjálfír með forræði yfír fískveiðiauðlindinni, hafí samningsforræði við skiptingu veiðiréttar úr deilistofnum og tali eigin máli á vettvangi alþjóðastofnana, enda sé um að ræða einn mikilvægasta þáttinn í efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar.

Frestur til að skila inn umsögnum rennur út hinn 8. apríl eða næst komandi þriðjudag.

Við annan tón kveður hins vegar hjá Jóni Steindóri Valdimarssyni formanni Já-Íslands sem segir að það væri fullkomið óráð að slíta viðræðunumog fari gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar í fjölmörgum atriðum, ekki síst hagsmunum atvinnulífs okkar til framtíðar og ungu kynslóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×