Segir bæinn óttast að sundlaugargestir horfi frítt á leiki ÍA Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. mars 2014 11:20 Jón Pálmi vill grindverkið burt, svo hægt sé að horfa út á Faxaflóann þegar setið er í heitu pottunum. Vísir/aðsent Áhugasamur íbúi á Akranesi lagði fram hugmynd sína, um að taka niður girðingu við sundlaugina í bænum og setja í staðinn plexígler, til Framkvæmdaráðs Akraness. Þetta þykir góð hugmynd, sundlaugargestir myndu fá útsýni yfir Faxaflóann og íþróttasvæðið. Í svari frá framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraness kemur meðal annars fram að vandræði skapist þegar knattspyrnuleikir fari fram hjá ÍA „Einn af stóru annmörkunum, segja þeir mér, er að sundlaugargestir horfa á leiki ÍA frítt. Þetta óttast bæjaryfirvöld," segir Jón Pálmi Pálsson, rekstrarfræðingur og fyrrum bæjarritari Akraness. Einnig óttast yfirvöld á Akranesi að fuglar muni fljúga á glerið.„Má muna sinn fífil fegurri“ Jón Pálmi segir það hafa tekið talsverðan tíma að leggja fá svar frá bænum. „Þeir voru um sex vikur að svara mér og eiga enn eftir að meta kostnaðinn við hugmynd mína,“ segir Jón Pálmi sem fékk svarið í gærkvöldi en lagði spurninguna inn þann 13. febrúar. „Hugmyndin gengur út á að laga þetta svæði sem er komið til ára sinna. Mér og mörgum öðrum finnst vanta upp á að bæta útlit sundlaugarsvæðisins sem má muna sinn fífil fegurri. Umhverfis svæðið er stórt grindverk sem skyggir á sólina þegar setið er í heitu pottunum á morgnanna. Mér fannst því hugmyndin góð að setja upp plexígler, til þess að hægt sé að njóta sólarinnar og fallegs útsýnis yfir Faxaflóann og íþróttasvæðið,“ segir Jón Pálmi. Hugmyndin þarf ekki að vera svo dýr, heldur Jón Pálmi. „Það ætti að vera hægt að nýta burðarrammana í grindverkinu og sett gler á milli.“Fuglar, kappleikir og auglýsingaspjöld Svarið sem Jón Pálmi fékk frá Sigurði Páli Haraldssyni, framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraness, hljóðar svo: „Kosturinn er eins og þú segir aukið útsýni sem myndi án efa bæta upplifun þeirra sem fara í sund hverju sinni. Sýnist að hægt væri að nýta núverandi burðarramma þar sem hægt væri að setja plexigler eða sértækt gler til að auka útsýni. Þessi hugmynd hefur verið í umræðunni og stendur til að kostnaðarmeta hana. Bent hefur hinsvegar verið á þá annmarka sem eru þegar leikir eru á vellinum, auglýsingaspjöldin eins og þú bendir á og eins það að fuglar séu gjarnir á að fljúga á svona veggi.“ Auglýsingaspjöldin sem Sigurður talar um í svarinu, eru spjöld sem sunddeild ÍA hefur komið upp og eru hluti af fjáröflun deildarinnar. „Byrjað á vitlausum enda“ Á fundi bæjarráðs Akraness í síðustu viku var rætt að lengja opnunartíma sundlaugarinnar um helgar. Jóni Pálma þykir hugmyndin góð, en byrjað sé á vitlausum enda. „Ég held að það hefði verið betra að nota þann pening sem þessi lenging á opnunartíma kostar til þess að lappa upp á sundlaugagarðinn og gera svæðið fallegra. Ég hef rætt við hluta af starfsfólkinu sem er sammála þessu og skilst að það hafi lagt það til við bæjaryfirvöld,“ segir Jón Pálmi. Hugmynd Jóns Pálma er enn í skoðun hjá bæjaryfirvöldum. Hann bíður eftir mati á kostnaði við verkefnið. Blaðamaður hafði samband við Sigurð vegna málsins, en hann vildi ekki tjá sig um málið opinberlega. Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira
Áhugasamur íbúi á Akranesi lagði fram hugmynd sína, um að taka niður girðingu við sundlaugina í bænum og setja í staðinn plexígler, til Framkvæmdaráðs Akraness. Þetta þykir góð hugmynd, sundlaugargestir myndu fá útsýni yfir Faxaflóann og íþróttasvæðið. Í svari frá framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraness kemur meðal annars fram að vandræði skapist þegar knattspyrnuleikir fari fram hjá ÍA „Einn af stóru annmörkunum, segja þeir mér, er að sundlaugargestir horfa á leiki ÍA frítt. Þetta óttast bæjaryfirvöld," segir Jón Pálmi Pálsson, rekstrarfræðingur og fyrrum bæjarritari Akraness. Einnig óttast yfirvöld á Akranesi að fuglar muni fljúga á glerið.„Má muna sinn fífil fegurri“ Jón Pálmi segir það hafa tekið talsverðan tíma að leggja fá svar frá bænum. „Þeir voru um sex vikur að svara mér og eiga enn eftir að meta kostnaðinn við hugmynd mína,“ segir Jón Pálmi sem fékk svarið í gærkvöldi en lagði spurninguna inn þann 13. febrúar. „Hugmyndin gengur út á að laga þetta svæði sem er komið til ára sinna. Mér og mörgum öðrum finnst vanta upp á að bæta útlit sundlaugarsvæðisins sem má muna sinn fífil fegurri. Umhverfis svæðið er stórt grindverk sem skyggir á sólina þegar setið er í heitu pottunum á morgnanna. Mér fannst því hugmyndin góð að setja upp plexígler, til þess að hægt sé að njóta sólarinnar og fallegs útsýnis yfir Faxaflóann og íþróttasvæðið,“ segir Jón Pálmi. Hugmyndin þarf ekki að vera svo dýr, heldur Jón Pálmi. „Það ætti að vera hægt að nýta burðarrammana í grindverkinu og sett gler á milli.“Fuglar, kappleikir og auglýsingaspjöld Svarið sem Jón Pálmi fékk frá Sigurði Páli Haraldssyni, framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraness, hljóðar svo: „Kosturinn er eins og þú segir aukið útsýni sem myndi án efa bæta upplifun þeirra sem fara í sund hverju sinni. Sýnist að hægt væri að nýta núverandi burðarramma þar sem hægt væri að setja plexigler eða sértækt gler til að auka útsýni. Þessi hugmynd hefur verið í umræðunni og stendur til að kostnaðarmeta hana. Bent hefur hinsvegar verið á þá annmarka sem eru þegar leikir eru á vellinum, auglýsingaspjöldin eins og þú bendir á og eins það að fuglar séu gjarnir á að fljúga á svona veggi.“ Auglýsingaspjöldin sem Sigurður talar um í svarinu, eru spjöld sem sunddeild ÍA hefur komið upp og eru hluti af fjáröflun deildarinnar. „Byrjað á vitlausum enda“ Á fundi bæjarráðs Akraness í síðustu viku var rætt að lengja opnunartíma sundlaugarinnar um helgar. Jóni Pálma þykir hugmyndin góð, en byrjað sé á vitlausum enda. „Ég held að það hefði verið betra að nota þann pening sem þessi lenging á opnunartíma kostar til þess að lappa upp á sundlaugagarðinn og gera svæðið fallegra. Ég hef rætt við hluta af starfsfólkinu sem er sammála þessu og skilst að það hafi lagt það til við bæjaryfirvöld,“ segir Jón Pálmi. Hugmynd Jóns Pálma er enn í skoðun hjá bæjaryfirvöldum. Hann bíður eftir mati á kostnaði við verkefnið. Blaðamaður hafði samband við Sigurð vegna málsins, en hann vildi ekki tjá sig um málið opinberlega.
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira