Innlent

Tekinn með rafbyssu á Laugavegi

Karlmaður var handtekinn með rafbyssu í fórum sínum á Laugavegi í nótt. Ekki liggur fyrir hvort hann beitti henni á einhvern. Slíkar byssur eru aftur á móti ólöglegar þannig að hann verður kærður fyrir brot á vopnalögum.

Í fyrrakvöld var ölvaður maður handtekinn á veitingastað í miðborginni með exi í fórum sínum, en hann sleppur við kæru fyrir brot á vopnalögum, þar sem hver sem er má eiga öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×