Innlent

Byggja hótel innandyra í kolvitlausu veðri

Árdís Ósk Steinarsdóttir skrifar
Verið er að byggja Hótel Sunnu í smábátahöfninni á Siglufirði.
Verið er að byggja Hótel Sunnu í smábátahöfninni á Siglufirði. Mynd/Steingrímur Kristinsson
„Það er ósköp notalegt að vera hérna inni í kolvitlausu veðri,“ segir Hörður Júlíusson, framkvæmdarstjóri hjá Selvík ehf.

Starfsmenn Selvík vinna nú hörðum höndum að byggingu Hótel Sunnu í smábátahöfninni á Siglufirði en hluti byggingarframkvæmdanna fer nú fram innandyra í þurrkhúsi.

Hann segir mannskapinn kátan með þetta fyrirkomulag. „Þetta er þægileg innivinna, við hefðum ekkert getað verið úti  alla þessa viku,“ segir Hörður.

Hörður segir framkvæmdirnar ganga vandræðalaust. Þurrkhúsið er 1600 fermetrar og hátt er lofts. Það hafi alltaf staðið til að þessi hluti verksins færi fram inni og það kemur sér vel í ofsaveðrinu sem staðið hefur yfir.

Hótel Sunna mun opna í smábátahöfninni vorið 2015 og verður að hluta til byggt á landfyllingu í höfninni. 



Hér má sjá vaska menn að störfum sem birtust á siglo.is.



Fleiri myndir af framkvæmdum má finna á sk21.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×