Gífurlegur verðmunur á sömu íslensku lýsisperlunum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. mars 2014 19:54 Al-íslenskar lýsisperlur, pakkaðar á Íslandi, fluttar ríflega fjögur þúsund kílómetra til Danmerkur og til baka eru margfalt ódýrari hjá verslun Nettó en hefðbundnar lýsisperlur sem unnar eru í sömu verksmiðju Lýsis hf. Rétt eins og í öðrum matvöruverslunum er gamla góða íslenska lýsið að finna í verslun Nettó á Granda. Þar eru að finna lýsisperlur frá Lýsi hf. en einnig lýsisperlur með dönskum merkingum X-tra. Staðreyndin er sú að þetta er nákvæmlega sama íslenska varan. Stykkið af lýsisperlum undir merkjum X-tra kostar tvær krónur. Perlurnar frá Lýsi hf. kosta fimm krónur. Það sem meira er þá ferðast lýsisperlur X-tra langa vegalengd áður en þær enda í vöruhillum Nettó. „Þetta lýsi frá X-tra er pakkað og framleitt á sama stað og íslenska lýsið og á sama hátt. Það er síðan flutt til Danmerkur, þaðan kaupum við það og flytjum aftur til Íslands til að geta boðið neytendum betra verð,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, innkaupastjóri hjá Samkaup. Það sem meira er þá eru lýsisperlur Lýsis hf. og X-tra lýsisperlurnar framleiddar og pakkaðar í verksmiðju Lýsis steinsnar frá verslun Nettó á Granda. X-tra lýsisperlunnar eru fluttar til Danmerkur þar sem danskir birgjar taka á móti þeim. Nettó kaupir þetta íslenska lýsi af þeim og flytur aftur til Íslands. Heildarvegalengdin er 4280 kílómetrar, eins og fuglinn flýgur. Hundrað og tuttugu perlur fást á 239 krónur eða 2 krónur stykkið. Venjulegar lýsisperlur, hundrað stykki, á 509 eða 5 krónur stykkið.Sp.blm. Hvað útskýrir þetta? „Við vitum það í rauninni ekki,“ segir Sæunn. „Þetta er framleitt á sama stað af sama framleiðanda og það eina sem við viljum vita er hvar er besta verðið.“ Þetta verður að teljast ansi einkennilegt í ljósi allra þeirra gjalda og kostnaðs sem hlýst af því að flytja perlurnar til Danmerkur og síðan aftur til baka með tollum og gjöldum báðar leiðir. Málið kemur Lýsi hf. einnig á óvart. Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu segir sölustjóri að hann átti sig ekki á því hvernig þetta lága verð á lýsisperlum X-tra er tilkomið. Umrædd vara sé framleidd í mjög miklu magni fyrir COOP í Danmörku. Lýsi hf. ítrekar að félagið komi ekki að markaðssetningu, sölu eða dreifingu X-tra lýsisins á danska markaðnum. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Al-íslenskar lýsisperlur, pakkaðar á Íslandi, fluttar ríflega fjögur þúsund kílómetra til Danmerkur og til baka eru margfalt ódýrari hjá verslun Nettó en hefðbundnar lýsisperlur sem unnar eru í sömu verksmiðju Lýsis hf. Rétt eins og í öðrum matvöruverslunum er gamla góða íslenska lýsið að finna í verslun Nettó á Granda. Þar eru að finna lýsisperlur frá Lýsi hf. en einnig lýsisperlur með dönskum merkingum X-tra. Staðreyndin er sú að þetta er nákvæmlega sama íslenska varan. Stykkið af lýsisperlum undir merkjum X-tra kostar tvær krónur. Perlurnar frá Lýsi hf. kosta fimm krónur. Það sem meira er þá ferðast lýsisperlur X-tra langa vegalengd áður en þær enda í vöruhillum Nettó. „Þetta lýsi frá X-tra er pakkað og framleitt á sama stað og íslenska lýsið og á sama hátt. Það er síðan flutt til Danmerkur, þaðan kaupum við það og flytjum aftur til Íslands til að geta boðið neytendum betra verð,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, innkaupastjóri hjá Samkaup. Það sem meira er þá eru lýsisperlur Lýsis hf. og X-tra lýsisperlurnar framleiddar og pakkaðar í verksmiðju Lýsis steinsnar frá verslun Nettó á Granda. X-tra lýsisperlunnar eru fluttar til Danmerkur þar sem danskir birgjar taka á móti þeim. Nettó kaupir þetta íslenska lýsi af þeim og flytur aftur til Íslands. Heildarvegalengdin er 4280 kílómetrar, eins og fuglinn flýgur. Hundrað og tuttugu perlur fást á 239 krónur eða 2 krónur stykkið. Venjulegar lýsisperlur, hundrað stykki, á 509 eða 5 krónur stykkið.Sp.blm. Hvað útskýrir þetta? „Við vitum það í rauninni ekki,“ segir Sæunn. „Þetta er framleitt á sama stað af sama framleiðanda og það eina sem við viljum vita er hvar er besta verðið.“ Þetta verður að teljast ansi einkennilegt í ljósi allra þeirra gjalda og kostnaðs sem hlýst af því að flytja perlurnar til Danmerkur og síðan aftur til baka með tollum og gjöldum báðar leiðir. Málið kemur Lýsi hf. einnig á óvart. Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu segir sölustjóri að hann átti sig ekki á því hvernig þetta lága verð á lýsisperlum X-tra er tilkomið. Umrædd vara sé framleidd í mjög miklu magni fyrir COOP í Danmörku. Lýsi hf. ítrekar að félagið komi ekki að markaðssetningu, sölu eða dreifingu X-tra lýsisins á danska markaðnum.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira