Innlent

2.500 póstkort fuku á Laugavegi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Vegfarendur sýndu svo sannarlega samhug í verki.
Vegfarendur sýndu svo sannarlega samhug í verki.
Póstkortastandur fauk um koll fyrir framan minjagripaverslunina Og þó á Laugavegi í gær. Það var engu líkara en sjónarvottar væru staddir í eldhressu áramótapartýi þegar kortin, um 2.500 stykki, fuku í allar áttir. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.

„Fólk hljóp víst út af kaffihúsum til að hjálpa henni,“ segir Una Áslaug Sverrisdóttir, starfsmaður verslunarinnar, en hún var ekki á vakt þegar standurinn stakk af. „Það var bara ein stelpa að vinna hérna í gær og eigandinn hafði gleymt að taka póstkortin inn áður en hann fór.“

Gangandi vegfarendur hjálpuðu einnig til og þegar mest var voru rúmlega tuttugu að tína upp kortin. Að sögn Unu skilaði meirihluti kortanna sér til baka, en þó í misgóðu ástandi. Standurinn er hins vegar kominn í útgöngubann þar til lægir á ný.

Myndband má sjá af atvikinu í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×