Fylkismaður sleit krossband | Þrír kanar til reynslu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2014 11:30 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Vísir/Daníel Davíð Einarsson, leikmaður Fylkis, verður ekkert með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Þetta staðfesti Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í samtali við Vísi í dag en atvikið átti sér stað á æfingu í síðustu viku. „Við vorum að æfa á gervigrasvellinum á Fylkissvæðinu. Davíð var að hlaupa með boltann, festist aðeins í grasinu og yfirrétti hnéð,“ sagði Ásmundur og bætti við að þetta væru fyrstu alvarlegu hnémeiðsli hans. „Þetta er mikið högg fyrir okkur, ekki síst þar sem Davíð hefur verið vaxandi í vetur og mjög öflugur.“ Davíð, sem verður 22 ára á árinu, er uppalinn Fylkismaður en kom frá KR um mitt tímabil í fyrra eftir nokkurra ára dvöl þar. Hann kom við sögu í níu deildarleikjum með Fylki síðastliðið sumar og einum með KR. Gervigrasið sem er á Fylkissvæðinu er orðið gamalt og úr sér gengið að sögn Ásmundar. „Það er löngu kominn tími á það og leikmenn finna vel fyrir því,“ sagði hann. Fylkismenn halda til Spánar á morgun og verða þar í æfingaverð í eina viku. Ásmundur segir að enn sé verið að leita að leikmönnum til að styrkja liðið fyrir sumarið. „Við fáum þrjá Bandaríkjamenn með í æfingaferðina - tvo framherja og einn miðjumann. Svo kemur í ljós hvað verður en meiðsli Davíðs setja þessi mál í nýtt samhengi,“ sagði Ásmundur en hann er enn að leita að sóknarmanni til að fylla í skarð Viðars Arnar Kjartanssonar sem fór til Noregs. Félagið hefur þó fengið Bandaríkjamanninn Andrew Sousa, Gunnar Örn Jónsson frá Stjörnunni og endurheimt þá Ragnar Braga Sveinsson og Andrés Má Jóhannesson úr atvinnumennsku. „Ragnar Bragi lítur vel út en Andrés er að glíma við meiðsli. Hann kemur þó með okkur út og verður í endurhæfingu þar,“ segir Ásmundur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Davíð Einarsson, leikmaður Fylkis, verður ekkert með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Þetta staðfesti Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í samtali við Vísi í dag en atvikið átti sér stað á æfingu í síðustu viku. „Við vorum að æfa á gervigrasvellinum á Fylkissvæðinu. Davíð var að hlaupa með boltann, festist aðeins í grasinu og yfirrétti hnéð,“ sagði Ásmundur og bætti við að þetta væru fyrstu alvarlegu hnémeiðsli hans. „Þetta er mikið högg fyrir okkur, ekki síst þar sem Davíð hefur verið vaxandi í vetur og mjög öflugur.“ Davíð, sem verður 22 ára á árinu, er uppalinn Fylkismaður en kom frá KR um mitt tímabil í fyrra eftir nokkurra ára dvöl þar. Hann kom við sögu í níu deildarleikjum með Fylki síðastliðið sumar og einum með KR. Gervigrasið sem er á Fylkissvæðinu er orðið gamalt og úr sér gengið að sögn Ásmundar. „Það er löngu kominn tími á það og leikmenn finna vel fyrir því,“ sagði hann. Fylkismenn halda til Spánar á morgun og verða þar í æfingaverð í eina viku. Ásmundur segir að enn sé verið að leita að leikmönnum til að styrkja liðið fyrir sumarið. „Við fáum þrjá Bandaríkjamenn með í æfingaferðina - tvo framherja og einn miðjumann. Svo kemur í ljós hvað verður en meiðsli Davíðs setja þessi mál í nýtt samhengi,“ sagði Ásmundur en hann er enn að leita að sóknarmanni til að fylla í skarð Viðars Arnar Kjartanssonar sem fór til Noregs. Félagið hefur þó fengið Bandaríkjamanninn Andrew Sousa, Gunnar Örn Jónsson frá Stjörnunni og endurheimt þá Ragnar Braga Sveinsson og Andrés Má Jóhannesson úr atvinnumennsku. „Ragnar Bragi lítur vel út en Andrés er að glíma við meiðsli. Hann kemur þó með okkur út og verður í endurhæfingu þar,“ segir Ásmundur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira