Innlent

Tekjur sveitarfélaga hafa aukist frá 2010

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/VILHELM
Tekur sveitarfélaga hafa aukist jafnt og þétt frá árinu 2010 og áætlanir fyrir yfirstandandi ár gera ráð fyrir nokkrum hagnaði. Þetta kemur fram á vefsíðu Innanríkisráðuneytisins.

Ráðuneytið hefur tekið saman ýmsar upplýsingar um þróun fjármála sveitarfélaga síðustu árin í kjölfar þess að ráðuneytinu bárust fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir yfirstandandi ár.

Fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir að heildarskuldir og skuldbindingar þess hluta sveitarfélaga sem sér um hefðbundinn rekstur þess verði um 268,2 milljarðar króna. Fyrir þann hluta sem snýr að rekstri og ýmsum sérrekstri sem varðar sveitarfélögin er gert ráð fyrir að heildarskuldir og skuldbindingar verði 557,3 milljarðar króna.

Við samanburð á fjárhæðum er nauðsynlegt að hafa í huga hver þróun vísitölu neysluverð og gengi íslensku krónunnar hefur verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×