Sport

Hafþór öruggur áfram í úrslitin | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson.
Hafþór Júlíus Björnsson. Vísir/Valli
Hafþór Júlíus Björnsson stendur vel að vígi í keppninni um sterkasta mann heims sem nú fer fram í Los Angeles í Kaliforníu.

Keppnin hófst á laugardaginn en undankeppninni lýkur síðar í dag. Þegar ein grein er eftir í riðli Hafþórs er hann með dágóða forystu á næstu keppendur.

Hafþór Júlíus er nánast með fullt hús stiga að loknum fimm keppnisgreinum. Hann hefur unnið fjórar þeirra og varð annar í þeirri fimmtu.

Aðeins meiðsli gætu sett strik í reikninginn því Hafþóri nægir að klára síðustu greinina til að tryggja sér efsta sæti riðilsins en tver efstu úr hverjum riðli komast áfram í úrslitin.

Keppendur fá hvíld eftir lokagreinina í dag en úrslitin hefjast svo á föstudaginn. Þar á Hafþór Júlíus möguleika að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar en þeir Jón Páll Sigmarsson og Magnús Ver Magnússon unnu keppnina hvor fjórum sinnum á sínum tíma.

Pólverjinn Mariusz Pudzianowski er þó sigursælasti keppandi mótsins frá upphafi með fimm titla.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá þátttöku Hafþórs í keppninni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×