Innlent

IKEA innkallar himnasængur

vísir/aðsend
IKEA biður viðskiptavini sína sem eiga frá þeim himnasængur sem ætlaðar eru til notkunar með barnarúmum eða vöggum, að hætta að nota þær yfir rúm hvítvoðunga og ungra barna. Þetta kemur fram á vefsíðu IKEA.

IKEA hefur staðfest mögulega slysahættu tengda þessum vörum. Engin alvarleg slys hafa verið tilkynnt en IKEA hefur fengið tilkynningar um að börn hafi flækst í himnasænginni þegar netið er dregið inn í rúmið/vögguna og það hafi flækst um háls ungbarna.

Skila má himnasænginni í verslun IKEA og fá endurgreitt. Tegundirnar sem um ræðir eru: LEGENDARISK, MINNEN, BARNSLIG BOLL, MINNEN Brodyr, HIMMEL, FABLER, TISSLA og KLÄMMIG






Fleiri fréttir

Sjá meira


×