Innlent

Jökulhlaup hafið í Gígjukvísl

Gissur Sigurðsson skrifar
Búist er við að hlaupið nái hámarki um helgina og að rennslið verði þá um þúsund  rúmmetrar á sekúndu.
Búist er við að hlaupið nái hámarki um helgina og að rennslið verði þá um þúsund rúmmetrar á sekúndu. Lóa Pind
Jökulhlaup er nú hafið í Gígjukvísl á Skeiðarársandi, en hún rennur úr Grímsvötnum.

Mælar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands sýna að rennslið núna er álíka og fyrir hlaupið í nóvember árið 2012, sem reyndist lítið hlaup.

Búist er við að hlaupið nái hámarki um helgina og að rennslið verði þá um þúsund  rúmmetrar á sekúndu. Slíkt rennsli ógnar ekki brúnni yfir ánna á Skeiðarársandi og ekki á að stafa önnur hætta af hlaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×