Innlent

Kortlögðu sprungusvæði í kjölfar banaslyss

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Björgunarmaður við björgun í sprungu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Björgunarmaður við björgun í sprungu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. VÍSIR/VILHELM
Slysavarnarfélagið Landsbjörg og ferðafélagar konu sem lést á Langjökli þegar hún féll í sprungu þar ásamt syni sínum hafa nú lokið kortlagningu á sprungusvæðum á helstu jöklum landsins.

Fjögur ár eru síðan að konan lenti í sprungunni. Björgunarmönnum tókst að bjarga syni hennar. Í framhaldinu ákváðu ferðafélagar þeirra að hefja kortlagningu á sprungusvæðum í samvinnu við Landsbjörgu.

Nú hefur verið gerð skrá fyrir GPS tæki á síðunni safetravel.is. Þar má einnig finna leiðarpunkta sem saman mynda þekktar hættuminni leiðir yfir jöklana. Um er að ræða gríðarlega öflugt öryggistæki fyrir alla sem vilja ferðast um jökla landsins.

Hér fyrir neðan má sjá sprungukortið af Langjökli:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×