Skemmdarverk á búnaði Útvarps Sögu kærð til lögreglu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. mars 2014 15:43 Arnþrúður Karlsdóttir hefur verið útvarpsstjóri í rúman áratug. Vísir/aðsent „Við erum búin að kæra þetta til lögreglunnar,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, um skemmdarverk sem unnin hafa verið á búnaði stöðvarinnar að undanförnu. „Lögreglumenn komu hérna áðan og könnuðu vettvang,“ útskýrði Arnþrúður ennfremur. Arnþrúður segir röð bilana í tölvum og símkerfi stöðvarinnar vera lyginni líkust. „Símstöðvakerfið okkar brann yfir. Útsendingatölvan fór, önnur tölva bilaði. Allir símar eru búnir að vera í lamasessi undanfarið,“ útskýrir Arnþrúður og bætir við: „Ef þetta er röð af tilvikum, þá er það algjörlega ótrúlegt,“ segir Arnþrúður. Hún segir að öryggiskerfi í húsnæði stöðvarinnar hafi verið tekið af í nótt. „Það getur verið vísbending um að einhver ætli sér að brjótast inn,“ útskýrir Arnþrúður.Góðar græjur Arnþrúður segir að tæki stöðvarinnar hafi ekki getað bilað öll í einu, með svo litlu millibili. „Tækin hafa verið uppfærð reglulega. Ég er búin að reka stöðina í rúman áratug og passa upp á að hafa góðar græjur.“ Hún vakti athygli á málinu í útvarpsþætti sínum í morgun og mátti auðveldlega greina pirring í rödd hennar og orðavali. „Maður verður argur og pirraður þegar maður lendir í ítrekuðum skemmdarverkum og þegar maður verður argur í beinni útsendingu – hvað gerir maður þá? Þegar mann langar að bölva – þá er það eiginlega bölvanlegt að geta ekki bölvað í beinn.“Veit ekki hverjir eru að verki Arnþrúður segist ekki vita hverjir geti hafa verið að verki þarna. „Við á Útvarpi Sögu höfum verið að stinga á alls kyns kýli og syndum á móti strauminum. Ég geri mér ekki grein fyrir því hver stendur á bakvið þessi verk. Við vitum að það eru undirheimaklíkur á Íslandi. Við vitum um allavega fjórar sem eru mjög virkar og taka að sér allskyns óþverra fyrir aðra gegn greiðslu.“ Arnþrúður segir ömurlegt að reka fyrirtæki við svona aðstæður. „Það er ótrúlegt að geta ekki fengið að vera með þetta í friði. Fólk talar oft um að það fái engin tækifæri í lífinu. Svo fer maður af stað og byrjar að reka sitt eigið fyrirtæki og þá er eilíft verið að reyna að skemma fyrir manni,“ segir Arnþrúður að lokum. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
„Við erum búin að kæra þetta til lögreglunnar,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, um skemmdarverk sem unnin hafa verið á búnaði stöðvarinnar að undanförnu. „Lögreglumenn komu hérna áðan og könnuðu vettvang,“ útskýrði Arnþrúður ennfremur. Arnþrúður segir röð bilana í tölvum og símkerfi stöðvarinnar vera lyginni líkust. „Símstöðvakerfið okkar brann yfir. Útsendingatölvan fór, önnur tölva bilaði. Allir símar eru búnir að vera í lamasessi undanfarið,“ útskýrir Arnþrúður og bætir við: „Ef þetta er röð af tilvikum, þá er það algjörlega ótrúlegt,“ segir Arnþrúður. Hún segir að öryggiskerfi í húsnæði stöðvarinnar hafi verið tekið af í nótt. „Það getur verið vísbending um að einhver ætli sér að brjótast inn,“ útskýrir Arnþrúður.Góðar græjur Arnþrúður segir að tæki stöðvarinnar hafi ekki getað bilað öll í einu, með svo litlu millibili. „Tækin hafa verið uppfærð reglulega. Ég er búin að reka stöðina í rúman áratug og passa upp á að hafa góðar græjur.“ Hún vakti athygli á málinu í útvarpsþætti sínum í morgun og mátti auðveldlega greina pirring í rödd hennar og orðavali. „Maður verður argur og pirraður þegar maður lendir í ítrekuðum skemmdarverkum og þegar maður verður argur í beinni útsendingu – hvað gerir maður þá? Þegar mann langar að bölva – þá er það eiginlega bölvanlegt að geta ekki bölvað í beinn.“Veit ekki hverjir eru að verki Arnþrúður segist ekki vita hverjir geti hafa verið að verki þarna. „Við á Útvarpi Sögu höfum verið að stinga á alls kyns kýli og syndum á móti strauminum. Ég geri mér ekki grein fyrir því hver stendur á bakvið þessi verk. Við vitum að það eru undirheimaklíkur á Íslandi. Við vitum um allavega fjórar sem eru mjög virkar og taka að sér allskyns óþverra fyrir aðra gegn greiðslu.“ Arnþrúður segir ömurlegt að reka fyrirtæki við svona aðstæður. „Það er ótrúlegt að geta ekki fengið að vera með þetta í friði. Fólk talar oft um að það fái engin tækifæri í lífinu. Svo fer maður af stað og byrjar að reka sitt eigið fyrirtæki og þá er eilíft verið að reyna að skemma fyrir manni,“ segir Arnþrúður að lokum.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira