Innlent

Grunsamleg hraðsendingaþjónusta rukkar tugi þúsunda

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Þeir sem reka fyrirtæki og fá svona póst gætu fallið fyrir svona í dagsins önn. Ég hafði sem betur fer tíma til að kanna þetta nánar,“ segir Þórarinn.
„Þeir sem reka fyrirtæki og fá svona póst gætu fallið fyrir svona í dagsins önn. Ég hafði sem betur fer tíma til að kanna þetta nánar,“ segir Þórarinn. VÍSIR/AFP
„Fyrirtæki sem á að heita Delivery Fast Service sendi mér tölvupóst og bað mig að vitja pakka, á flugvellinum Gatwick í London, sem því hafði verið falið að koma til mín,“ segir Þórarinn Jón Magnússon blaðamaður.

Til þess að fá pakkann var Þórarinn beðinn um að greiða 74 þúsund íslenskar krónur í biðgjald þar sem pakkinn hefði legið hjá hraðsendingaþjónustunni síðan í desember.

„Mér þótti þetta nú frekar grunsamlegt og sagði frá þessu á Facebook-síðunni minni,“ segir Þórarinn. „Þá kom í ljós að fleirum hafði borist sambærilegur póstur.“

„Þeir sem reka fyrirtæki og fá svona póst gætu fallið fyrir svona í dagsins önn. Ég hafði sem betur fer tíma til að kanna þetta nánar,“ segir Þórarinn.

Þegar Þórarinn reyndi að komast að því hver sendandi pakkans væri eða hvert innihald pakkans væri hætti fyrirtækið fljótlega að svara honum.

„Miðað við hvað ég átti að greiða í biðgjald hlýtur þetta að vera einhver rosa pakki, bíll eða eitthvað“, segir Þórarinn.

Mér og félaga mínum sem einnig fékk slíkan póst þótti rétt a vekja athygli á þessum póstum og því sem virðist vera ný aðferð til þess að svíkja pening út úr fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×