Innlent

Átak skorar á að samninganefndir að ganga nú þegar til samninga

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/gva
Stjórn Átaks, félags fólks með þroskahömlun vill koma á framfæri ályktun verðandi þá stöðu sem fatlaðir nemendur í framhaldsskólum eru í. Nú hefur verkfall framhaldsskólakennara staðið yfir í eina og hálfa viku og ekki svo virðist sem samningar séu ekki handan við hornið.

Átak lýsir yfir áhyggjum sínum að sveitarfélögin séu ekki að veita fötluðum nemendum þjónustu í yfirstandandi verkfalli. Hér að neðan má lesa ályktun Átaks.

Fatlaðir nemendur eru sérstaklega viðkvæmir fyrir verkfallinu þar sem þeir þurfa margir hverjir á stöðugri þjónustu að halda.

Við þekkjum það af eigin raun hvað það er erfitt að lenda í aðstæðum sem við getum ekki breytt eða lagað sjálf og lendir það oft á aðstandendum að aðstoða okkur.

Það er ekki viðundandi staða. Um er að ræða nemandahóp  sem vegna fötlunar sinnar þolir oft illa allar breytingar frá hefðbundnu lífi.

Koma þarf í vef fyrir þann alvarlega skaða sem verkfallið getur haft á þessa einstaklinga. Átak Skorar á sveitarfélög á landinu að koma til mós við þarfir fatlaðs fólks og veita góða þjónustu í yfirstandandi verkfalli, þannig lífgæði fatlaðs fólks skerðist ekki .

Átak skorar einnig á að samninganefndir, ríkisins og Félags framhaldsskólakennara, að ganga nú þegar til samninga þannig að skólastarfs geti hafist á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×