Innlent

Ekki allar efnalaugar með sýnilega verðskrá

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Neytendastofa er til húsa í Borgartúni 21.
Neytendastofa er til húsa í Borgartúni 21.
Verðskrá var ekki sýnileg hjá þremur efnalaugum af 19 efnalaugum sem Neytendastofa fór og kannaði með sýnileika slíkra skráa hjá nú í mars.

Efnalaugarnar sem voru ekki með sýnilega verðskrá voru Efnalaugin Geysir, Þvottahúsið Faghreinsun og Fatahreinsun Kópavogs.

Fyrirtæki eiga að verðmerkja allar söluvörur sínar að því er fram kemur í tilkynningu Neytendastofu á vefsíðu stofnunarinnar. Að sama skapi eiga þjónustufyrirtæki alltaf að birta verðskrá með áberandi hætti á sölustaðnum.

Verðmerkingaeftirlit Neytendastofu er að miklu leyti byggt á ábendingum frá neytendum. Stofnunin hvetur neytendur til þess að senda ábendingar um verslanir sem ekki fara að verðmerkingareglum. Það er hægt með því að skrá sig á Mínar síður á vefsíðu stofnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×