Innlent

Móta lög um skipulag hafs og stranda við Ísland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dyrhólaey.
Dyrhólaey. Vísir/Pjetur
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið gefur landsmönnum og hagsmunaaðilum tvær vikur til þess að koma á framfæri skoðunum og ábendingum vegna mótunar löggjafar um skipulag hafs og strandar. Löggjöfin verður sú fyrsta sem tekur til skipulagsmála á hafi og ströndum á Íslandi.

Mótun löggjafarinnar hófst í ráðuneytinu á síðasta ári. Var leitað til Skipulagsstofnunar um greinargerð sem tæki út stöðu málanna á Íslandi og löggjöfina hjá löndunum í Evrópusambandinu og nágrannalöndum. Greinargerðinni var skilað til ráðuneytisins í febrúar og nú er framundan mótun löggjafarinnar.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hvetur alla þá sem hafa áhuga og þekkingu á þessu mikilvæga málefni að senda ráðuneytinu ábendingar sem gætu nýst í fyrirhugaðri vinnu við mótun löggjafar á sviðinu. Tekið verður við ábendingum í tölvupósti (postur@uar.is) eða bréfleiðis (Skuggasund 1, 101 Reykjavík) til 10. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×