Innlent

Rannsaka mál íslensku barnanna sem Interpol lýsir eftir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lögreglan hefur fengið málið inn á borð til sín.
Lögreglan hefur fengið málið inn á borð til sín. mynd/skjáskot af vef interpol
Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir tveimur íslenskum börnum á vefsíðu sinni en Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjón, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi borist til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra í gegnum samskiptakerfi Interpol. 

„Erindið hefur þegar verið afgreitt með hefðbundnum hætti en slík afgreiðsla felur m.a. í sér athugun á hvort umræddir einstaklingar séu staddir hér á landi og því að vekja athygli lögreglumanna á umræddri eftirlýsingu,“ segir Jón.

Faðir barnanna segir íslenska móður þeirra hafa numið þau á brott í maí á síðasta ári og segir líkur á að þau gætu verið á Íslandi.

Börnin heita Michaela Angela Goransdóttir og Alexander Oliver Goransson. Þau eru tíu og tólf ára gömul. Móðurafi - og amma barnanna eru íslensk og móðir þeirra, Gína Júlía Waltersdóttir er fædd á Íslandi en hefur búið í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni frá árinu 1983.  




Tengdar fréttir

Segir líkur á að börnin séu á Íslandi

Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir tveimur íslenskum börnum á vefsíðu sinni. Faðir barnanna segir íslenska móður þeirra hafa numið þau á brott í maí á síðasta ári og segir líkur á að þau gætu verið á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×