Innlent

Þingmenn sitja fastir í lyftu

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Velferðarnefnd Alþingis eins og hún leggur sig, föst í lyftu á Akureyri.
Velferðarnefnd Alþingis eins og hún leggur sig, föst í lyftu á Akureyri. Mynd/Björt Ólafsdóttir
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar Framtíðar og 2. varaformaður velferðarnefndar Alþingis sat föst í lyftu á Akureyri með gervallri nefndinni. Náðist þessi mjög svo skondna mynd af þeim, sem Björt deildi á Facebook-síðu sinni.

Hefur nefndin verið á Akureyri í allan dag að funda með sveitarstjórnarfólki, forsvarsmönnum akureyrska spítalans og samtökunum Aflið gegn ofbeldi. Á morgun fer nefndin á Siglufjörð og Dalvík.

Nefndin var laus úr prísundinni þegar fréttastofa hafði samband, en þó eftir dágott hláturskast.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×