Innlent

Grunur um íkveikju í Sorpu í nótt

Kveikt var í ruslagámi á athafnasvæði Sorpu við Sævarhöfða um klukkan hálf þrjú í nótt.

Á upptöku úr öryggismyndavél sést maður hlaupa af vettvangi skömmu eftir að eldurinn kom upp og er lögregla að kanna upptökuna nánar, en maðurinn er ófundinn.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn áður en hann næði útbreiðslu á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×