Innlent

Velti bíl sínum við Litlu Kaffistofuna í morgun

Vísir/Anton
Bílvelta varð rétt fyrir ofan Litlu Kaffistofuna á Suðurlandsvegi snemma í morgun. Óhappið varð með þeim hætti að kona missti stjórn á bíl sínum í mikilli hálku og hafnaði hann utan vegar.

Konan var flutt á sjúkrahús til skoðunar en hún kvartaði ekki mikið undan eymslum og virtist ekki mikið meidd að sögn lögreglunnar á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×