Löngu búið að ákveða þessa leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2014 12:15 Vísir/AFP/Stefán Patrekur Jóhannesson segir að vináttulandsleikir Íslands og Austurríkis hafi verið ákveðnir löngu áður en Björn Bragi Arnarsson lét óheppileg ummæli falla í EM-stofu Rúv. Björn Bragi, umsjónarmaður þáttarins, líkti yfirburðum íslenska landsliðsins gegn því austurríska í leik liðanna á EM í Danmörku við yfirgang þýskra nasista í Austurríki árið 1938. Ummælin vöktu afar mikla athygli, bæði hér á landi og í Austurríki. Bæði Björn Bragi og Rúv báðust afsökunar og fundaði HSÍ með forráðamönnum austurríska sambandsins vegna málsins. „Þetta er augljóslega mjög óviðeigandi ummæli fyrir íþróttina og mótið í heild sinni en við gerum okkur grein fyrir því að þetta endurspeglar ekki skoðun íslensku þjóðarinnar," sagði Gerhard Hofbauer, forseti austurríska sambandsins, í sameiginlegri yfirlýsingu sem samböndin ásamt EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, sendu frá sér. „Samböndin hafa komist að samkomulagi um að spila tvo vináttulandsleiki í apríl á þessu ári,“ sagði enn fremur. Patrekur er þjálfari austurríska landsliðsins og segir að vináttulandsleikinir tveir, sem fara fram 4. og 5. apríl hér á landi, hafi ekkert með þetta að gera. „Það var sagt frá því í fjölmiðlum að þetta hafi verið ákveðið á EM. Það er bara bull. Ég held að það sé ár frá því að þetta var ákveðið,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi. Patrekur náði góðum árangri með landslið Austurríkis á EM í Danmörku og vonast til að geta náð góðum úrslitum hér á landi, þó svo að nokkrir mikilvægir leikmenn séu frá. „Ég hlakka bara til að fá strákana hingað heim. Ég verð með nokkra áhugaverða unga leikmenn og ég vona að við náum að standa í mínum landsmönnum.“ Patrekur er einnig þjálfari Hauka hér á landi en liðið trónir á toppi Olísdeildar karla.Uppfært kl 16.45: Rétt er að komi fram að til greina hafi komið hjá austurríska handboltasambandinu að hætta við Íslandsförina samkvæmt heimildum Vísis. Hins vegar hafi, eftir viðræður við HSÍ á sínum tíma, verið ákveðið að standa við hana. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43 Sameiginleg yfirlýsing frá samböndunum Handknattleikssamband Íslands, austurríska handknattleikssambandið og evrópska handknattleikssambandið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi ummæli Björns Braga Arnarsonar í EM-stofunni á RÚV. 20. janúar 2014 16:29 „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 HSÍ fundar með Austurríkismönnum Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag vegna ummæla Björns Braga. 20. janúar 2014 11:52 Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira
Patrekur Jóhannesson segir að vináttulandsleikir Íslands og Austurríkis hafi verið ákveðnir löngu áður en Björn Bragi Arnarsson lét óheppileg ummæli falla í EM-stofu Rúv. Björn Bragi, umsjónarmaður þáttarins, líkti yfirburðum íslenska landsliðsins gegn því austurríska í leik liðanna á EM í Danmörku við yfirgang þýskra nasista í Austurríki árið 1938. Ummælin vöktu afar mikla athygli, bæði hér á landi og í Austurríki. Bæði Björn Bragi og Rúv báðust afsökunar og fundaði HSÍ með forráðamönnum austurríska sambandsins vegna málsins. „Þetta er augljóslega mjög óviðeigandi ummæli fyrir íþróttina og mótið í heild sinni en við gerum okkur grein fyrir því að þetta endurspeglar ekki skoðun íslensku þjóðarinnar," sagði Gerhard Hofbauer, forseti austurríska sambandsins, í sameiginlegri yfirlýsingu sem samböndin ásamt EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, sendu frá sér. „Samböndin hafa komist að samkomulagi um að spila tvo vináttulandsleiki í apríl á þessu ári,“ sagði enn fremur. Patrekur er þjálfari austurríska landsliðsins og segir að vináttulandsleikinir tveir, sem fara fram 4. og 5. apríl hér á landi, hafi ekkert með þetta að gera. „Það var sagt frá því í fjölmiðlum að þetta hafi verið ákveðið á EM. Það er bara bull. Ég held að það sé ár frá því að þetta var ákveðið,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi. Patrekur náði góðum árangri með landslið Austurríkis á EM í Danmörku og vonast til að geta náð góðum úrslitum hér á landi, þó svo að nokkrir mikilvægir leikmenn séu frá. „Ég hlakka bara til að fá strákana hingað heim. Ég verð með nokkra áhugaverða unga leikmenn og ég vona að við náum að standa í mínum landsmönnum.“ Patrekur er einnig þjálfari Hauka hér á landi en liðið trónir á toppi Olísdeildar karla.Uppfært kl 16.45: Rétt er að komi fram að til greina hafi komið hjá austurríska handboltasambandinu að hætta við Íslandsförina samkvæmt heimildum Vísis. Hins vegar hafi, eftir viðræður við HSÍ á sínum tíma, verið ákveðið að standa við hana.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43 Sameiginleg yfirlýsing frá samböndunum Handknattleikssamband Íslands, austurríska handknattleikssambandið og evrópska handknattleikssambandið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi ummæli Björns Braga Arnarsonar í EM-stofunni á RÚV. 20. janúar 2014 16:29 „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 HSÍ fundar með Austurríkismönnum Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag vegna ummæla Björns Braga. 20. janúar 2014 11:52 Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira
Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43
Sameiginleg yfirlýsing frá samböndunum Handknattleikssamband Íslands, austurríska handknattleikssambandið og evrópska handknattleikssambandið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi ummæli Björns Braga Arnarsonar í EM-stofunni á RÚV. 20. janúar 2014 16:29
„Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04
HSÍ fundar með Austurríkismönnum Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag vegna ummæla Björns Braga. 20. janúar 2014 11:52
Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38
RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45
Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27