Innlent

Stolt Þórðarstaðaskógar rústir einar

Gissur Sigurðsson skrifar
Fallin tré í Þórðarstaðaskógi.
Fallin tré í Þórðarstaðaskógi. Mynd/Sigurður Skúlason
Fimmtíu ára stafafurureitur, sem hefur verið stolt Þórðarstaðaskógar í Fnjóskadal, er nú nánast rústir einar eftir snjóflóð sem féll þar nýverið.

Tímasetningin er ekki alveg ljós, enda hefur enginn komist um þetta svæði að udnanförnu vegna snjóþyngsla. Af eystri bakka Fnjóskár má nú sjá eyðilegginguna að sögn Sigurðar Skúlasonar, skógarvarðar Skógræktar ríkisins á Noðrurlandi.

„Þetta lítur náttúrulega út eins og eftir rúst þar sem snjóflóð hefur farið yfir. Við vitum svo sem ekkert hvað er nýtanlegt. Það eru örfá tré, tólf metra há, sem standa eftir,“ sagði Sigurður Skúlason, skógarvörður.

„Reiturinn er líklega allur í heild 1,3 hektarar og þetta er svona 60-70 prósent af honum sem eru farin,“ sagði Sigurður.

Það er lán í óláni að þau kvæmi, sem eyðilögðust í flóðinu, hafa verið flutt annað til ræktunar. Þau kvæmi, sem aðeins eru til í Þórðarstaðaskógi, virðast hafa sloppið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×