Innlent

„Ég ætla að kveikja í húsinu þínu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hún er ákærð fyrir hótanir, með því að hafa ógnað manni með hnífi og skærum og hótað honum lífláti.
Hún er ákærð fyrir hótanir, með því að hafa ógnað manni með hnífi og skærum og hótað honum lífláti.
Kona á fimmtugsaldri hefur verið ákærð fyrir hótanir og tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar en málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. Þetta kemur fram á vefsíðunni BB.is.

Fram kemur í fréttinni að ákæran sé í þremur liður en í þeim fyrsta er hún ákærð fyrir hótanir, með því að hafa ógnað manni með hnífi og skærum og hótað honum lífláti.

Í öðrum lið er hún ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni og tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar, með því að hafa ráðist með ofbeldi að tveimur lögreglumönnum  og reynt að stinga þá með hnífi.

Fram kemur í frétt bb.is að í þriðja lagi er konan ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa ráðist með hótunum um ofbeldi á lögreglumann, sem var við skyldustörf, með því að segja ógnandi „verst að þú átt ekki börn“ og ég ætla að kveikja í húsinu þínu.“

Þess er krafist að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakakostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×