Innlent

Björgunarsveitir sækja ferðamann í tjaldi á Snæfellsnesi

Samúel Karl Ólason skrifar
Björgunarsveitarmenn í Lífsbjörg lögðu af stað til þess að sækja manninn.
Björgunarsveitarmenn í Lífsbjörg lögðu af stað til þess að sækja manninn. MYND/Þröstur Albertsson
Ferðalangur í tjaldi upp á Jökulhálsi við Snæfellsjökul hafði samband við Neyðarlínu um fjögur leytið og sagðist vera orðinn smeykur vegna veðursins. Hann er einn á ferð, en símasamband var slæmt. Ferðalangurinn gat þó sent staðsetningu sína í gegnum 112 appið.

Björgunarsveitirnar Elliði og Lífsbjörg hafa verið kallaðar út til að sækja manninn og eru á leiðinni. Björgunarsveitarmaður sem Vísir ræddi við sagði veður á svæðinu vera „snarvitlaust“ og að staðsetning mannsins sé nokkurn veginn þekkt.

Veðrið sem gengur nú um landið er verst á norðanverðu Snæfellsnesi og var spáð 40 – 50 m/s vindhviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×