Innlent

Framhaldsskólanemendur fóstra Reykjaveginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Daníel
Framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu boða til samráðsfundar um að „fóstra“ vissa parta Reykjavegarins frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Samkvæmt tilkynningu segir að hugmyndin sé sú að starfsfólk nokkurra framhaldsskóla og nemendur muni í samstarfi við Umhverfisstofnun, sinna viðhaldi og stika Reykjaveginn.

Skólarnir munu skipta niður veginum og gera hann aðgengilegri. „Með þessu verkefni er hugað að því að færa skólann á virkan hátt  út fyrir skólastofuna og að skólarnir leggi sitt af mörkum til samfélagsins. Hugmyndin með þessu verkefni er að svæði sem nýtt er til göngu og fræðslu verði í anda sjálfbærni og þannig viðhaldið göngustígum öðrum til ánægju og gleði.“

Samráðsfundurinn verður haldinn á morgun í fyrirlestrarsal Fjölbrautarskólans við Ármúla klukkan 15.

Dagskrá fundarins má sjá hér að neðan.

1. Sjálfbærni í skólastarfi – Ávarp Steins Jóhannssonar, skólameistara FÁ. 5 mín.

2. Reykjavegur 2013 – Helmut Hinrichsen kynnir leiðina í máli og myndum. 15 mín.

3. Sjálfboðaliðar í náttúruvernd – Samstarf á milli Umhverfisstofnunar og íslenskra framhaldsskóla – René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. 10 mín.

4. Sjálfbær útivist og fjallgöngur – Úlfar Snær Arnarson, kennari og göngugarpur. 10 mín.

5. Næstu skrefin –umræður um samvinnu skóla, Umhverfisstofnunar, sveitarfélaga og hagsmunaaðila. 15 mín.

6. Samantekt. 5 mín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×